Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 200
198
Veturliði Óskarsson
(16)
nt.
3. p. et. fh. (eitthvað) skeður
vh. (að eitthvað) skei
3. p. ft. fh. (atburðir) ske
vh. (að atburðir) skei
þt.
(eitthvað) skeði
(þótt eitthvað) skeði
(atburðir) skeðu
(þótt atburðir) skeðu
nh. (að) ske lh. þt. kk. skeður, kv. skeð, hk. skeð
í allri beygingunni nema eintölu framsöguháttar í nútíð minnir ske
sterklega á ýmsar sagnir sem enda á sérhljóða, t. d. ná (skei: nái, ske
: ná, skeði : náði, skeðu : náðu, skeð(ur) : náð(ur)) og fellur að því
leyti inn í beygingarflokk sem fyrir er (sbr. 4. kröfu Baldurs í 1. kafla).
4.2.1 Nafnháttur, ske
Sögnin ske er ein um að enda á -e í nafnhætti. Hefur það verið notað
sem röksemd í baráttu gegn henni, eins og fyrr segir (sbr. Halldór
Halldórsson 1947:173, Árna Böðvarsson 1992:121-22). Er þá vænt-
anlega litið svo á að eðlileg og reglubundin ending sé -a í þeirri beyg-
ingarmynd, enda á það við um flestar sagmr íslenskar. Á það má þó
minna að allmargar sagnir enda á öðrum sérhljóðum en -a, þ.e. -á
(ýmsar sagnir, t. d./a) og -ú (flú, hlú, lú, rú, snú, spú og e. t. v. fleiri)23
og ein á -o (þvo).24 Frá sjónarhóli nútímamáls má halda því fram að
stofngerð ske sé sambærileg við þessar sagnir.
23 Nh. hlú sést öðru hverju í ritmáli, sjá t.d. Tímarít máls og menningar 3/1992, bls.
61; Morgunblaðið 24.4. 1993, bls. 8 (menningar- og listablað); Einar Kárason 1994:39,
Steinunni Sigurðardóttur 1996:44. Aðrar eru sjaldgæfari. Elsta dæmi Orðabókar
Háskólans um snú er úr Rímum af Flóres og Leó eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld
(um 1575-1660); dæmi OH um flú og hlú eru yngri. Bjöm K. Þórólfsson (1925:117)
taldi nh.flú og spú upp komna á 18. öld. — Sjá Valtý Guðmundsson 1922:148 (spú, rú,
hlú), 134 (flú), Stefán Einarsson 1945:95 (flú, snú), Jakob Jóh. Smára 1923:87 (flú, rú,
snú, spú), BIO (snú,flú (í „Tillæg og rettelser“), lú (< da. luge)), OM (flú, lú).
24 Endingarleysi þessara sagna er auðskýrt frá sögulegum sjónarhóli: Fyrr á öld-
um féll stutt sérhljóð í endingum víða brott á eftir löngu stofnsérhljóði með sama eða
líkt hljóðgildi. T. d. varðfáa, bláan, grpum að fá, blán, grám. Oft kom sérhljóðið inn
á ný síðar (t. d. bláan, gráum) en víða, þ. á m. í sögnum með stofn sem endaði á
-á, gerðist það ekki (t. d.fá). Á síðari öldum hefur svo sömu tilhneigingar gætt í sögn-
um með stofn sem endar á -ú.