Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 201
Ske
199
4.2.2 Eintölumynd nútíðar í framsöguhætti, skeður
Beygingarmyndin skeður í 3. p. et. nt. frsh. virðist brjóta allar reglur
um vensl nútíðar og þátíðar, eins og bent hefur verið á (Árni Böðvars-
son 1992:121-22). Þessi mynd hlýtur þó að vera innlend nýjung eins
og bent var á í kafla 3.3.2. Þótt þessi beygingarmynd hafí vafist fyrir
mörgum er mér ekki kunnugt um nema eina tilraun til að skýra hana
sem birst hefur á prenti:
Oskar Bandle (1956:428) taldi að 3. p. myndin skeður væri „wohl
eine Art hyperislándische Form aus norw. sker,“ og að það fengi
stuðning af því að eftir að /ð/ hvarf í norsku samsvöruðu íslensk orð
eins og leður, veður, gleður o. s. frv. norsku orðunum ler, ver, gler.
Hann á væntanlega við að það hafi verið norska orðmyndin sker sem
Islendingar hafi endurtúlkað sem skeður með hliðsjón af no. ler
o. s. frv. = ísl. leður o. s. frv.
Þetta þykir mér ekki sennilegt. Um þær mundir sem sögnin ske sést
fyrst í norsku og íslensku eru samskipti Islendinga og Norðmanna
orðin lítil nema viðskiptalegs eðlis og málin tvö farin að fjarlægjast
umtalsvert. Bandle gerir e. t. v. ráð fyrir helst til djúptækri þekkingu
fímmtándu aldar Islendinga á norsku þegar hann stingur upp á um-
ræddri málfræðigreiningu.
Nýlega var mér bent á að e. t. v. kynni að vera til önnur skýring á
nútíðarmynd sagnarinnar í framsöguhætti, og skal hér greint frá henni.
Elstu dæmi um nútíðarmyndina skeður eru frá 16. öld, t. d. í Guð-
brandsbiblíu og Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Um líkt leyti
og fyrstu dæmi um nútíðarmyndir með -ð- koma í ljós er sögnin skeðja
- skaddi - skatt ‘skemma, skaða’ (sbr. gleðja) að hverfa úr notkun. Við
henni tók veika sögnin skadda - skaddaði - skaddað, sem fyrst kem-
ur fyrir á 16. öld og er leidd af þt. skaddi. Til greina gæti komið að
dauði sagnarinnar skeðja og þar með nútíðarmyndar hennar, skeður,
hafi greitt fyrir notkun myndarinnar skeður í stað sker af tökusögninni
ske, m. a. vegna hljóðlrkingar við þt. skeði.25 Það dregur að vísu úr
25 Ég á þessa ábendingu að þakka yfirlesara íslensks máls.