Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 202
200
Veturliði Óskarsson
sennileika þessarar tilgátu — en útilokar hana þó ekki — hve merking
sagnanna er ólík, ‘skaða’ og ‘gerast’.
Vafalaust hefur nútíðarmynd ýmissa sagna, einkum þeirrar sem
hafði hvað líkast hlutverk og merkingu, verða - verður, ráðið ein-
hverju um uppkomu nt.-myndarinnar skeður. Hvort sem eitthvað er til
í ofangreindri tilgátu um hlut sagnarinnar skeðja í ferlinu eða ekki, þá
virðist a. m. k. víst að óreglan í beygingu sagnarinnar sé til orðin innan
tungumálsins.
4.3 Niðurstaða
Niðurstaða þessa kafla er sú að sögnin ske standist kröfur um hljóða-
far, áherslu og stafsetningu og að talsverður vaft leiki á því að ending-
arleysi nafnháttar (og útlit stofns) sé órækt merki um að sögnin falli
ekki að íslenskri sagnbeygingu í nútímamáli. Beygingin, eins og hún
var í upphafi, var regluleg og sögnin uppfyllti í fyrstu að mestu eða
öllu leyti kröfuna um að hún félli inn í beygingarflokk sem fyrir var,
t. d. 1. flokk veikra sagna (/'a-sagnir), sbr. sögnina ná. Einkennileg
nútíðarmynd hennar, skeður, er að öllum líkindum til komin innan
tungumálsins fyrir áhrif frá sögnum sem hafa líka beygingu og kann
e. t. v. að styðjast við það að slík mynd var til sem nútíðarmynd sagn-
arinnar skeðja, sem hvarf úr málinu á 16. öld.
5. Lokaorð
Barátta gegn tökuorðum, þ. á m. sögninni ske, tilheyrir þeim þætti ís-
lenskrar málstefnu sem kenndur hefur verið við málhreinsun. Sögnin
ske á sér langa sögu í íslenskri tungu og var lítt eða ekki amast við
henni fyrir daga íslenskrar þjóðernisbaráttu á 19. öld en framandleg
beyging hennar og útlit gerði hana síðar að einum helsta skotspæni
málhreinsunarmanna.
í fyrirlestri sínum Um málvöndun greindi Halldór Halldórsson
(1980) á milli þeirra fyrirbæra sem nefnd hafa verið málhreinsun,
hreintungustefna, málvernd og málrækt. Telur hann þar að málhreins-
un feli m. a. í sér „upprætingu erlendra orða úr málinu“ (bls. 1). Senni-