Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 204
202
Veturliði Óskarsson
I þessari ritgerð hefur verið reynt að meta það hvort og þá að hve
miklu leyti gagnrýni sem þessi gæti átt rétt á sér.28 Niðurstaðan er
e. t. v. ekki óumdeilanleg en bendir sterklega í þá átt að sögnin ske
standist flestar formlegar kröfur sem gera má til tökuorða.29
HEIMILDIR OG SKAMMSTAFANIR
Acta Comitiorum Generalium Islandiœ. Alþingisbœkur íslands. I. bindi (1570-1581).
Sögufélag, Reykjavík, 1912-14.
Allende, Isabel. 1995. Ástir og skuggar. Berglind Gunnarsdóttir íslenskaði. Islenski
kiljuklúbburinn, Reykjavík.
Auðunn Bragi Sveinsson. 1996. Tvö bréf. Morgunblaðið 20.4. 1996, bls. 48.
ÁBM = Ásgeir Blöndal Magnússon 1989.
Ámi Böðvarsson. 1964. Viðhorf íslendinga til móðurmálsins fyrr og síðar. Þœttir um
íslenzkt mál eftir nokkra íslenzka málfrœðinga, bls. 177-200. Almenna bókafé-
lagið, Reykjavík.
— . 1992. íslenskt málfar. Almenna bókafélagið hf., Reykjavík.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja-
vík.
Baldur Jónsson. 1987. Islensk orðmyndun. Andvari 112:88-102.
— . 1997. Zur formalen Anpassung von Fremdwörtem im Islándischen. Skandinav-
istik 27/1:15-23.
Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca Amamagnæana
17. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
Biblían 1919 = Biblía. Það er heilög ritning. Ný þýðing úr frummálunum. Hið brezka
og erlenda Biblíufélag, London, 1919.
28 Rétt er að taka fram að mun fleiri eru ósáttir við orðasambandið ske fyrir en
sögnina eina og sér. Ástæðan er staða hennar í íslensku málkerfi, enda er hún í nú-
tímamáli áhrifslaus á borð við sögnina gerast. Andstaðan gegn orðasambandinu bygg-
ist því á málkerfislegum forsendum en ekki þjóðemislegum eins og andstaðan gegn
sögninni sjálfri. — Dæmi em reyndar um ske fyrir í eldra máli, t. d. hjá Hallgrími Pét-
urssyni: „Jesú Kristí kvöl eina, / á krossinum fyrir mig sken, / sé mín sáttargjörð
hreina" (Passíusálmar 33,13) og fjölmörg dæmi em um að sögnin sé áhrifssögn, sam-
bærileg við sögnina henda: „Enn so hefur mig skied ... ad ec hefi þui sijdst vidkomid“
{Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, 65.34), „suo mun og skie þessa vondu
kynslod" (NtOG, Matt 12,45), „Enn kunni annars ad skie eda verda. þa dæmum vier
..." (Alþingisbœkur Islands 1:442.2-3 (1581)), „Hátt galar haninn hér/ í hvers manns
geði, / drýgðar þá syndir sér, / sem Pétur skeði“ (Passíusálmar 12,7) o. fl.
29 Ég vil sérstaklega þakka Orðabók Háskólans fyrir afnot af seðlasafni og tölvu-
skrám.