Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 212
210
Flugur
að sem svo: Já, það er náttúrulega von að þeir geri þetta. Heitir ekki
forseti þeirra William Jejferson Clinton en er bara kallaður Bill Clint-
on, líka opinberlega? Þetta er auðvitað bara dæmi um það hvað
Bandaríkjamenn eru óformlegir og alþýðlegir. Þeir geta meira að segja
leyft sér stuttnefni við formlegar aðstæður en það getum við ekki. Við
getum ekki einu sinni notað þau í utanáskriftum, hvað þá í þinginu eða
á öðrum formlegum vettvangi. En það geta Bandaríkjamenn, a.m.k.
nú í seinni tíð. Hér gengi aldrei að forsætisráðherrann kallaði sjálfan
sig Dabba opinberlega, né heldur að utanríkisráðhenann kallaði sig
Dóra. Fyrrverandi forseti notaði aldrei stuttnefnið Vigga á opinberum
vettvangi og núverandi forseti kallar sig aldrei Ola. Ekkert af þessu
gæti gengið þótt Bandaríkjaforseti kalli sig Bill, varaforsetinn þar
nefni sig Al og þar hafí fyrir skömmu verið forseti sem kynnti sig sem
Jimmy Carterr Fjömiðlar geta ekki heldur notað þessi stuttnefni í al-
varlegri umræðu á Islandi. Þau hæfa einfaldlega ekki því formlega
málsniði sem á við á þeim vettvangi (um málsnið má m.a. lesa hjá
Höskuldi Þráinssyni 1995). Þar ganga þau aðeins þegar vikið er frá því
málsniði, t.d. til gamans (sbr. Sigmund í Morgunblaðinu eða Spaug-
stofuna í ríkissjónvarpinu).
Þegar betur er að gáð, er málið reyndar flóknara en þetta. Það virð-
ist nefnilega alls ekki vera hægt að nota stuttnefni með fullu föður-
nafni á íslensku, sama hverjar aðstæðumar eru. Ég sé ekki betur en
það sé alltaf og alls staðar ótækt að segja *Sigga Magnúsdóttir eða
*Höski Þráinsson, nú eða þá *Eiki Rögnvaldsson, *Frikki Magnússon,
*Hadda Ragnarsdóttir, *Halli Bernharðsson, *Magga Jónsdóttir,
*Sigga Sigurjónsdóttir, *Siggi Konráðsson, *Stebbi Karlsson, *Stína
Jóhannsdóttir, *TolIi Eyþórsson og *Varði Gunnlaugsson, svo nefnd-
ir séu nokkrir málfræðingar og fræðimenn.1 I öðru lagi er það auðvit-
2 Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að nefna að nafnvenjur af þessu tagi eru auð-
vitað ekkert bundnar við stjómmálamenn í Bandaríkjunum. Ýmsir þekktir málfræðing-
ar ganga líka undir stuttnefnum og nota þau jafnvel við býsna formleg tækifæri, svo sem
Steve (Stephen R.) Anderson, Sam (Samuel D.) Epstein, Tony (Anthony) Kroch o.s.frv.
3 Hér má nefna til samanburðar Dr. Magga Jónsson, arkítekt, en hann heitir Maggi
og þar er því ekki um stuttnefni að ræða. I hans tilviki gengur nafnið Maggi því jafn-
vel með virðulegum doktorstitli. Svipað á við um séra Stínu Gísladóttur.