Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 213
Flugur 211
að ekki svo að Bandaríkjamenn geti ekki verið formlegir eða séu það
aldrei. Þeir ávarpa forseta sinn t. d. sem Mister President þegar það á
við og segja ekki Hey, Bill! eða eitthvað slíkt.
Aðalviðfangsefni þessarar flugu er hins vegar ekki athugun á
bandarískum málvenjum. Þær koma aðeins við sögu hér sem saman-
burðarefni til að vekja spumingar um íslenskar nafnvenjur. Og nú þeg-
ar við höfum rekist á ákveðinn mun í notkun enskra og íslenskra stutt-
nefna, liggur beint við halda athuguninni áfram og spyrja frekar. Er
það t. d. svo að aðeins sé hægt að nota íslensk stuttnefni eins og Eiki,
Frikki, Gunna, Hadda, Halli, Höski, Jóka, Magga, Mangi, Sigga,
Siggi, Stebbi, Stína, Tolli, Tóta og Varði ein sér? Nei, það er reyndar
ekki. Lítum nánar á það.
Bill Clinton, Gunna Kvaran, Tóta Blöndal og Mangi Snædal
í fyrsta lagi virðist vel hægt að nota stuttnefni með fullu ættarnafni
á eftir á íslensku. Þannig heyrist oft talað um Gunnu Kvaran og
Tótu Blöndal til dæmis og vel mætti hugsa sér að tala um Manga
Snædal og Jóku Barðdal, þótt ég minnist þess reyndar ekki að hafa
heyrt það. Þessar samsetningar samsvara nafninu Bill Clinton að
formi til. Hins vegar er sá munur á notkunarsviði að íslensku sam-
setningarnar er aðeins hægt að nota í óformlegu málsniði, þ.e. við
óformlegar aðstæður. Þannig dytti engum í hug að segja frá því í
blaði að Gunna Kvaran væri ritstjóri væntanlegrar handbókar um
orðhlutafræði, né að Tóta Blöndal væri nýráðin lektor við Kennara-
háskólann, Mangi Snædal væri forstöðumaður Málvísindastofnunar
eða Jóka Barðdal einn af höfundum nýrrar bókar um norræn mál.
En kunningjar þessara einstaklinga og vinir geta vel nefnt þá á
þennan hátt þegar þeir eru að segja frá þeim eða vísa til þeirra og
gera það í sumum tilvikum.
En hvað þá um Eika, Höddu og þau hin sem áður voru nefnd í
tengslum við föðurnöfn og ekki ættamöfn? Verða þau að láta sér
nægja stuttnefni sín ein sér eða þá bara fullt nafn? Nei, þar eru fleiri
kostir uppi eins og nú skal greint.