Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 214
212
Flugur
Bill Clinton, Magga Jóns, Sigga Sigurjóns og Siggi P.
Til að greina Möggur og Siggur í sundur má nota stytt föðumafn, þ. e.
bara eignarfallið án -dóttir. Þannig er Margrét Jónsdóttir málfræðingur
oftast kölluð Magga Jóns og Sigríður Sigurjónsdóttir kölluð Sigga
Sigurjóns. Eins mætti tala um Eika Rögnvalds, Höddu Ragnars, Ninna
Ama, Stebba Karls, Stínu Jólianns o. s.frv., enda er það stundum gert
þótt tilviljun virðist ráða um það hvaða samsetning er notuð.4 Og stund-
um er reyndar gengið lengra en þetta og föðumöfnin stytt meira, jafnvel
allt niður í upphafsstaf sinn. Þannig er Sigurður Pétursson stundum
kallaður Siggi P. (þ. e. Siggi pé). Kona mín er líka oft nefnd Sigga Magg,
Siggu Sigurjóns mætti kalla Siggu Sig, þeir Siggi Jóns,5 Siggi Konn og
Halli Bem em líka vel þekktir meðal málfræðinga, sömuleiðis Maja
Garðars og Sigga Þorvalds og svona mætti halda áfram. Reyndar má
fara líkt með ættamöfn þegar þau standa með stuttnefnum og skella aft-
an af þeim, þótt það sé trúlega sjaldgæfara og kannski ennþá óformlegra
en sumt af því sem hér var talið. Þannig minnist ég þess varla að hafa
heyrt talað um Gunnu Kvar, Jóku Barð, Manga Snæ eða Tótu Blö. Ég
get helst hugsað mér slíka meðferð á nöfnum þessa fólks meðal skóla-
félaga, líkt og einn bekkjarbróðir minn í menntaskóla gekk gjama und-
ir nafninu Steini Toll en heitir fullu nafni Þorsteinn Thorlacius. En allar
þessar styttingar eiga það sameiginlegt að tilheyra óformlegu málsniði.
Að því leyti hafa þær mun þrengra notkunarsvið en nafnið Bill Clinton.
En það em til fleiri afbrigði en þessi.
*William Clin, Gísli Jóns, Guðrún Þórhalls og *Guðrún Kvar
Styttingar föðurnafna af því tagi sem áður var lýst eru líka oft notað-
ar með fullu skímamafni. Ýmsir málfræðingar ganga þannig undir
fullu skímarnafni með styttu föðumafni, t.d. Gísli Jóns og Guðrún
4 Ég minnist þess t. d. ekki að hafa heyrt Kristján Árnason kallaðan Ninna Árna
þótt hann sé oft kallaður Ninni. Nafnið Stebbi Karls tengi ég líka frekar við annan
Stefán Karlsson en þann sem þekktastur er fyrir handritafræði sín.
5 Hér er að vísu sá vandi að a. m. k. tveir Sigurðar Jónssynir eru þekktir fyrir mál-
fræðistörf og báðir hafa verið nefndir Siggi Jóns. Meðal málfræðinga hafa þeir stund-
um verið kallaðir Siggi plús og Siggi mínus, en nánari útskýring á þessum aðgreinandi
þætti skiptir ekki máli hér.