Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 215
Flugur 213
Þórhalls. Eins munu menn kannast við að hafa heyrt nafnmyndimar
Ásta Svavars, Eiríkur Rögnvalds,6 Guðrún Theódórs, Gunnlaugur
Ingólfs, Helgi Guðmunds, Hrafnhildur Ragnars, Indriði Gísla, Jón
Friðjóns, Kristján Árna, Kristín Bjarna, Kristín Jóhanns, Margrét
Guðmunds, Svavar Sigmunds, Þorbjörg Hróars o. s. frv.7 Og líkt og
áður má hér stytta föðumöfnin meira og tala um Baldur Sig, Helga
Bern, Hrein Ben, Jakob Ben og Jón Gunn, svo einhverjir séu nefndir.
Jafnvel má láta fyrsta stafínn í föðurnafninu duga til aðgreiningar þótt
skímarnafnið sé ekki stytt og segja Kristín B. og Kristín J.
Mér sýnist hins vegar í fljótu bragði að stytting ættarnafns fari ekki
vel með fullu skímamafni. Þannig myndu samsetningar eins og *Guð-
rún Kvar, *Jóhanna Barð, *Magnús Snæ og *Þórunn Blö, hljóma ein-
kennilega. Ég geri ráð fyrir því að sama ætti við ef Bandaríkjaforseti
nefndi sig *William Clin, og svipað gildir áreiðanlega um nöfn mál-
fræðinga eins og *Stephen And (fyrir Stephen R. Anderson) og *Samu-
el Ep (fyrir Samuel D. Epstein).
?William Jefferson, Ari Páll, Halldór Ármann og Þóra Björk
Enn er ótalin sú venja að nota millinafn til aðgreiningar. Þannig munu
margir lesendur íslensks máls kannast við það að málfræðingarnir Ari
Páll Kristinsson, Halldór Ármann Sigurðsson og Þóra Björk Hjartar-
dóttir séu kallaðir Ari Páll, Halldór Armann og Þóra Björk. Þetta á
kannski ekki síst við ef skímamafnið er stutt eða sérstaklega algengt.
Þannig em orðabókarmennimir Jón Aðalsteinn Jónsson og Jón Hilm-
6 Styttingar sem menn nota á föðumöfnum sínum þegar þeir skrifa nafnið sitt em
svolítið annars eðlis og meira í ætt við skammstafanir, enda væm þær oft erfiðar í
framburði. Sem dæmi um slíkt má nefna undirskriftarformin Eiríkur Rögnv og Sigríð-
ur Magnúsd. sem ég kannast vel við.
7 Enn er vert að minna á það að persónulegar venjur skapast um þetta, innan
þeirra marka sem almenna reglan leyfir. Þannig minnist ég þess varla að hafa heyrt
Baldur Jónsson málfræðing kallaðan Baldur Jóns. Hann er annaðhvort nefndur Bald-
ur eða þá Baldur Jónsson. Svipað er um Halldór Halldórsson og Stefán Karlsson. Þeir
em yfirleitt kallaðir Halldór og Stefán eða þá fullu nafni Halldór Halldórsson og Stef-
án Karlsson.