Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 216
214
Flugur
ar Jónsson oftast kallaðir Jón Aðalsteinn og Jón Hilmar. Eins tala
menn um Jóhannes Gísla, Jón Axel og Gunnar Olaf þegar þeir eiga
við Jóhannes Gísla Jónsson, Jón Axel Harðarson og Gunnar Olaf
Hansson. Aftur á móti eru Jón Gunnlaugur Friðjónsson og Jón Rún-
ar Gunnarsson oftast nefndir Jón Friðjóns og Jón Gunn og það er
samkvæmt annarri aðferð, eins og við höfum séð.
Stundum keppir millinafn við stuttnefni. Þannig er Guðvarður
Már Gunnlaugsson ýmist kallaður Varði eða Guðvarður Már, og
reyndar mun Jón Hilmar Jónsson kallaður Himmi í sumum hópum. I
þessum tilvikum virðist hins vegar ekki ganga að blanda stuttnefni og
millinafni, sbr. *Varði Már og *Jóm Hirnmif
Ég held að sú venja að nota fyrsta nafn og millinafn í tali, líkt og
hér er stundum gert, tíðkist tæplega í Bandaríkjunum þótt millinöfn
séu þar mjög algeng. Ég vil þó ekki alveg útiloka það að bandaríska
forsetafrúin gæti byrst sig við bónda sinn með því að segja William
Jefferson!, ef hún kynni að hafa ástæðu til þess, en engir af mínum
bandarísku kunningjum eru nefndir tveim nöfnum í daglegu tali neitt
líkt þeim Ara Páli, Guðvarði Má, Gunnari Olafi, Halldóri Armanni,
Jóhannesi Gísla, Jóni Axel, Jóni Aðalsteini, Jóni Hilmari og Þóru
Björk, svo dæmi séu nefnd. Oftast láta menn nægja að nota upphafs-
stafínn, sbr. Stephen R. Anderson, Avery D. Andrews, Samuel D. Ep-
stein o. s. frv., en það er þó varla notað nema í formlegu málsniði. Það
er auðvitað líka algengt hér, jafnvel í tali (sbr. Ólafur emm Ólafsson,
Halldór káerr Friðriksson o.s.frv.) en stundum meira í riti (Jón G.
Friðjónsson, Jón R. Gunnarsson, Kjartan G. Ottósson, Þorsteinn G.
Indriðason). Stundum er millistafurinn reyndar einn látinn duga í
heldur óformlegu tali (sbr. Halldór káerr, Þorsteinn gé), og í slíkum
tilvikum er jafnvel hægt að bæta styttu föðurnafni við (Jón gé Frið-
jóns), þótt það sé nú kannski ekki algengt.8 9 Ég veit hins vegar ekki
8 Þetta er þó ekki algild regla. Nöfn sem líkjast stuttnefnum að gerð, eins og Anna
til dæmis, geta gengið með styttu millinafni, sbr. Anna Sigga, Anna Stína.
9 Flestar þessar styttingar eru einstaklingsbundnar. Sigurður H. Pálsson gæti t. d.
vel verið kallaður Sigurður há pé eða Siggi há pé til aðgreiningar frá nafna sínum Sig-
urði Péturssyni, sem gjarna er kallaður Siggi pé, en ég held hann sé oftast kallaður
Siggi Páls.