Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 220
218
Flugur
Endurtekning, brottfall og eyður
Eins og lesendum er sjálfsagt flestum kunnugt má oft fella niður liði í
setningum ef þeir samsvara lið sem kominn er á undan. Frumlag má
til dæmis fella niður úr tengdri aðalsetningu ef það er samvísandi við
frumlagið í undanfarandi setningu (þ. e. vísar til sama einstaklings og
það). Lítum á dæmi (hér er samvísun nafnliða sýnd með samsvarandi
vísi (e. index), þ. e. niðurskrifuðu ; á báðum liðum, eins og oft er gert
í málfræðiritum):
(3) a. Jónj kom seint í vinnuna [en hannj fór snemma heim]
b. Jón kom seint í vinnuna [en____fór snemma heim]
I (3a) er sýnt (með vísinum ;) að Jón og hann eiga við sama manninn,
þ. e. það var Jón sem fór snemma heim. Þegar svo er, má eins sleppa
frumlagi tengdu aðalsetningarinnar, þ. e. hann, og orða þetta eins og
gert er í (3b). Það gengi hins vegar ekki ef frumlagið í tengdu setning-
unni hefði ekki verið samvísandi við Jón, þ. e. átt við einhvern annan.
Þetta má sjá með því að bera saman næstu dæmi (hér eru ólíkir vísar,
þ.e. j og j , notaðir til að taka af öll tvímæli um að Jón og Haraldur
eru ekki sami maðurinn, þ. e. ekki er um að ræða samvísun milli þess-
ara liða):
(4) a. Jóni kom seint í vinnuna [en Haralduij fór snemma heim]
b. Jón kom seint í vinnuna [en____fór snemma heim]
Hér getur (4b) alls ekki merkt það sama og (4a). Hún verður að
merkja það sama og (3a). Við getum lýst þessu með því að segja að
ekki megi fella niður frumlag úr tengdri aðalsetningu nema það sé
samvísandi við frumlag setningarinnar sem á undan fer. Önnur leið til
að orða þetta er að segja að „frumlagseyða“ í tengdri aðalsetningu
(þ. e. „eyðan“ sem táknuð er með____í dæmunum hér á undan) verði
að samsvara frumlaginu í undanfarandi setningu.1 Þessu má líka lýsa
1 Önnur leið til að tákna þetta er að setja þarna sérstakt tákn fyrir hið ósagða
frumlag og hafa á því sama vísi og frumlaginu sem á undan fer:
(i) Jón| kom seint í vinnuna [en e-x fór snemma heirn]
Þessi táknun á að láta í ljós það sem hér var sagt, þ. e. að hið ósagða frumlag, e, er hér
túikað eins og það eigi við Jón og engan annan.