Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 221
Flugur
219
með því að segja að eyður af þessu tagi túlki menn alltaf eins og í þeim
væri nafnliður samvísandi við undanfarandi frumlag og geti ekki túlk-
að þær öðruvísi.2
En það eru ekki bara frumlög sem hægt er að fella brott (eða forð-
ast að endurtaka) á þennan hátt. Eignarföll og eignarfomöfn sem standa
með nafnliðum má líka fella brott við svipaðar aðstæður. Lítum á
dæmin í (5):
(5) a. Haraldurj hitti systur sínaj, bróður sinnj og og fleira skyld-
fólk sittj.
b. Haraldur hitti systur sínaj, bróður___og fleira skyldfólk__.
Eyðumar í (5b) túlkum við umsvifalaust þannig að það hafí verið
bróðir Haralds og skyldfólk hans sem hann hitti en ekki bróðir og
skyldfólk einhvers annars. Þetta sést betur ef við lítum á (6) (hér tákna
ólíkir vfsar, þ.e.j, ^ og k , að þinn og mitt vísi ekki til Haralds):
(6) a. Haraldurj hitti systur sínaj, bróður þinnj og fleira skyldfólk
mittk.
b. Haralduii hitti systur sínaj, bróður _og fleira skyldfólk _.
Hér er ómögulegt að skilja (6b) þannig að hún merki það sama og
(6a). Hún verður að merkja það sama og (5a). í eftirfarandi dæmum
má hins vegar sem best fella niður eignarfomöfnin minn, mitt og þinn,
þitt:
(7) a. Égj hitti systur mínaj, bróður minnj og fleira skyldfólk mittj.
b. Égj hitti systur mínaj, bróður og fleira skyldfólk .
(8) a. Þú| hittir systur þínaj, bróður þinnj og fleira skyldfólk þittj.
b. Þúj hittir systur þínaj, bróður og fleira skyldfólk .
Hér er augljóslega eðlilegt að skilja (7b) eins og (7a), og eins er (8b)
greinilega sömu merkingar og (8a). Eyðurnar tvær í þessum b-setning-
2 Eins og Þóra Björk Hjartardóttir (1993), Eiríkur Rögnvaldsson (1990) og fleiri
hafa sýnt fram á, gilda nokkuð aðrar reglur um eyður fyrir andlög í nútímamáli, og
reyndar eru reglur um túlkun á eyðum ekki alveg hinar sömu í nútímamáli og fomu
máli. Okkur varðar ekki sérstaklega unt það hér.