Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 222
220
Flugur
um eru m. ö. o. túlkaðar eins og í þeim hafi staðið eignarfomöfn sam-
vísandi við frumlagið og eignarfornafnið sem skilið er eftir. Og það er
greinilega samvísunin en ekki formið sem skiptir máli, þ. e. það skipt-
ir ekki máli þótt það sé annað kyn á eignarfornöfnunum sem felld eru
brott, og ólík tala myndi ekki heldur skipta máli:
(9)a. Haraldurj hitti systur sína;, bróður sinn^ og foreldra sínaj.
b. Haraldui j hitti systur sína;, bróður_og foreldra _.
Eftir þessa málfræðilegu upprifjun ættum við að vera tilbúin til að
líta aftur á dánarfregnir af því tagi sem nefndar voru í upphafi.
Árekstur við málfræðireglur
Tökum nú aftur auglýsinguna sem tekin var sem dæmi í upphafi þess-
arar flugu. Við getum endurtekið hana til þæginda fyrir lesandann:
(1) Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jón Jónsson, lést
að heimili sínu ...
Til að setja þessa auglýsingu í betra samhengi við það sem rakið var
hér á undan, má setja hana upp á svipaðan hátt og dæmið í (7) hér á
undan:
(10)a. Eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir minn og afi minn,
Jón Jónsson, lést ...
b. Eiginmaður minn, faðir____, tengdafaðir___og afi___, Jón
Jónsson, lést ...
I (lOb) sést að í auglýsingunni í (1) eru „eyður“ af svipuðu tagi og þær
sem við höfum verið að skoða hér á undan. Og eins og þar var rakið,
er eðlilegt að þær séu túlkaðar eins og þar standi eignarfomöfn (í
þessu tilviki minn) samvísandi við eignarfornafnið sem eftir stendur
(þ. e. í liðnum Eiginmaður minn). Samvísun er nefnilega lykilatriði í
brottfellingu af þessu tagi, eins og við höfum séð: án samvísunar, eng-
in brottfelling (sbr. skýringardæmið í (6) hér á undan). En hér getur