Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Qupperneq 223
Flugur 221
hins vegar ekki verið um neina slíka samvísun að ræða, enda kemur
það jafnan fram í lok auglýsinga af þessari gerð, eins og áður segir. Þar
eru alltaf taldir nokkrir auglýsendur, í þessu tilviki kannski eiginkon-
an Guðrún, sonurinn Sigurður, tengdadóttirin Guðbjörg og bamabam-
ið Jón. í fyllsta formi gæti auglýsingin þá litið svona út, með vísum til
skýringa líkt og áður:
(11) Eiginmaður minnj , faðir minnj, tengdafaðir minnk og afí
minnp Jón Jónsson, lést ...
Guðrúnj Sigurðardóttir, Sigurðurj Jónsson, Guðbjörgk Stef-
ánsdóttir, Jón, Sigurðsson
Eins og hér er sýnt með vísunum ;, j, k, t á eignarfomafnið minn við
ólíka einstaklinga í hópi auglýsenda, eftir því hvort það stendur með
eiginmaður,faðir, tengdafaðir eða afr. hinn látni var eiginmaður eins,
faðir annars, tengdafaðir hins þriðja og afi hins fjórða. Það merkir hins
vegar að þessi fjögur tilvik um eignarfomafnið minn eru ekki sam-
vísandi og því verður óeðlilegt að fella þrjú þeirra brott þar sem brott-
felling byggist jafnan á samvísun.
Sama er að segja um þakkimar í (2), en þær eru endurteknar hér til
þæginda:
(2) Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við and-
lát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Jónu
Jónsdóttur, til heimilis að ...
Þann hluta sem skiptir máli fyrir okkur má setja upp eins og hér er gert
til að tengja þetta betur við fyrri umræðu:
(12) a. andlát eiginkonu minnar, móður minnar, tengdamóður
minnar og ömmu minnar, Jónu Jónsdóttur ...
b. andlát eiginkonu minnar, móður____, tengdamóður_____ og
ömmu____ ...
Eins og við höfum rætt, er eðlilegast að túlka „eyðumar“ í (12b) eins
og þar stæðu eignarfornöfnin í (12a) og þau væru samvísandi við það
eignarfomafn sem eftir stendur í liðnum eiginkonu minnar. En eins og
áður getur í raun ekki verið ætlast til þess að þetta sé túlkað svo, enda