Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 224
222
Flugur
kemur jafnan listi auglýsenda á eftir svona runu. Þann lista mætti
hugsa sér á þessa leið, með sams konar uppsetningu og áður er notuð
til skýringar:
(13) andlát eiginkonu minnari? móður minnarj, tengdamóður
minnark og ömmu minnarj, Jónu Jónsdóttur ...
Stefáiij Stefánsson, Guðrún- Stefánsdóttir, Bjarnik Björnsson,
Jóna, Bjarnadóttir
Eins og hér er sýnt eru þessi fjögur tilvik um eignarfornafnið minn (í
forminu minnar) ekki samvísandi heldur eiga þau við ólíka einstak-
linga í hópi auglýsendanna. Þess vegna verður túlkunin misvísandi
þegar þau eru öll felld brott nema það fyrsta, þar sem brottfelling
byggist jafnan á samvísun.
En hvað er þá til ráða í tilvikum af þessu tagi? Eg býst við að fáum
þyki góður kostur að endurtaka eignarfornöfnin, líkt og gert er í (lOa)
og (12a) til dæmis. Það væri að sönnu í betra samræmi við málfræði-
reglur (ekkert „óleyfdegt“ brottfall), en á móti kemur að endurtekning
eignarfornafnsins minn hljómar einkennilega, auk þess sem hún úti-
lokar ekki hina óeðlilegu samvísunartúlkun þótt hún krefjist hennar
ekki á sama hátt og brottfellingin gerir. Við getum litið á nokkra aðra
kosti.
Að forðast árekstra eða draga úr þeim
I mörgum tilvikum er auðvelt að semja auglýsingu af þeim gerð sem
hér hefur verið til umræðu án þess að það valdi nokkrum vandræðum.
Hér eru tvö einföld dæmi:
(14)a. Systir okkar, Sigríður Jónsdóttir, er látin.
Björn Jónsson, Stefán Jónsson, Guðrún Jónsdóttir
b. Eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Jónsson, lést ...
Guðrún Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, Anna Jónsdóttir
I hvorugu þessara dæma er um brottfellingu að ræða. í fyrra dæminu
er aðeins eitt eignarfomafn (eða eignarfall), þ.e. okkar, og það á við