Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 225
Flugur 223
alla auglýsendurna sem taldir eru upp. Hin látna var systir þeirra allra.
í síðara dæminu koma fyrir fomöfnin minn og okkar og af samheng-
inu verður ljóst að minn á aðeins við fyrsta auglýsandann en okkar við
báða hina. Það veldur engum árekstri og er alveg eðlileg málnotkun.
Erfíðara verður að koma dæminu heim og saman þegar auglýsingar
eru á þessa leið, þótt þetta form sé mjög algengt:
(15) Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afí, Jón Jóns-
son ..., lést ...
Guðrún Sigurðardóttir
Sigurður Jónsson, Guðbjörg Stefánsdóttir
María Jónsdóttir, Björn Bjamason
Jón Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir,
Jón Björnsson
Þetta dæmi er hliðstætt við það sem gefíð var í (11) hér á undan, nema
hvað auglýsendum hefur verið fjölgað nokkuð og fornöfnin eru nú tvö
en ekki eitt eins og áður var, þ.e. bæði minn og okkar. Ekkert er nú
lengur athugavert við notkun fornafnsins minn því það á greinilega að-
eins við fyrsta auglýsandann. En fornafnið okkar á greinilega ekki við
alla hina auglýsendurna með sama hætti, eins og sýna má með vísum
líkt og hér er gert:
(16) Eiginmaður miniij, faðir okkar|+k. tengdafaðir okkar,+n] og
afí okkarn+0+p+q, Jón Jónsson ..., lést ...
Guðrúnj Sigurðardóttir
Sigurðurj Jónsson, Guðbjörg| Stefánsdóttir
Maríak Jónsdóttir, Bjömm Bjamason
Jönn Sigurðsson, Guðrún0 Sigurðardóttir, Guðrúnp Björns-
dóttir, Jón Björnsson
Vegna þess að þessi þrjú tilvik um okkar eru ekki samvísandi, þ. e. þau
vísa ólíkra einstaklinga eftir því hvort þau standa með faðir, tengda-
faðir eða afi, orkar tvímælis að fella orðið niður í tveim síðari tilvik-
unum, eins og í raun hefur verið gert í auglýsingunni í (15). Það sést
betur ef viðeigandi hluti hennar er endurtekinn eins og í (17) og eyð-
urnar látnar koma fram: