Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 226
224 Flugur
(17) Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir____og afi___, Jón
Jónsson ..., lést ...
Þótt dæmi af þessu tagi stingi kannski ekki eins mikið í eyru (eða
augu) og dæmin í (1) og (2) hér á undan, eru þau þó sama eðlis í raun
og veru: Verið er að fella brott fomafn án þess að um samvísun sé að
ræða. En eins og áður verður líka takmarkað gagn að því að endurtaka
fomafnið í stað þess að fella það brott:
(18) Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir okkar og afi okk-
ar, Jón Jónsson ..., lést ...
Þótt þetta sé málfræðilega rétt, hljómar það heldur kauðalega, rétt eins
og dæmin í (lOa) og (12a).
Niðurstaðan verður því sú, að vilji margir aðstandendur taka þátt í
því að auglýsa andlát eða jarðarför, verður erfitt að gera grein fyrir
skyldleika þeirra og venslum við hinn látna í stuttu og ským máli í
auglýsingu án þess að það verði kauðalegt eða vandræðalegt. Einföld
leið til þess að komast hjá slíkum vandræðum er auðvitað að sleppa
því að tilgreina skyldleika eða vensl þeirra sem auglýsa og hins látna,
enda er það oft gert. Þá gæti auglýsingin verið á þessa leið:
(19) Jón Jónsson, fyrrverandi síldarmatsmaður, Láguhlein 12, lést...
Guðrún Sigurðardóttir
Sigurður Jónsson, Guðbjörg Stefánsdóttir
María Jónsdóttir, Björn Bjarnason
Jón Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Bjömsdóttir,
Jón Bjömsson
Sumum þykja auglýsingar af þessu tagi e.t.v. heldur ópersónulegar.
Stundum má gera þær persónulegri með því að láta vensl auglýsenda
við hinn látna koma beint fram í undirskriftinni. Það er t. d. gert þeg-
ar undirskrifm er Börn, tengdcibörn, barnabörn og barnabarnabörn
eða eitthvað í þeim stíl. Enn önnur leið er að nánasti aðstandandi, eða
fáeinir nánustu aðstandendur, auglýsi fyrir hönd vandamanna. En eins
og Ómar Ragnarsson benti á fyrir mörgum árum, getur sú aðferð þó
líka verið vandmeðfarin: