Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 231
229
Flugur
ingu og þf. og þgf. Orð eins og heiðr, ermr, helgr hafa orðið heiði,
ermi, helgi í nefnifalli eintölu.3 Þess ber hins vegar að geta að nokkur
samnöfn úr hópnum hafa haldið nefnifallsendingu sinni og enda nú í
nefnifalli á -ur, t. d. brúður, reyður, œður, gýgur, gunnur og unnur. Þau
síðasttöldu eru nú helst notuð í kveðskap en öll gátu þau beygst eins
og kvenmannsnafnið Unnur. En eins og sjá má á fleirtölu sumra þess-
ara orða hafa þau átt erfitt með að velja sér beygingarflokk. Orðin
brúður og unnur fá nefnilega oft -/r-fleirtölu eins og /-stofnar en ekki
-ar-fleirtölu eins og búast mætti við af /ó-stofnum.
Þrátt fyrir þær flækjur sem hér hefur verið ýjað að, má samt sjá að
alhæfmg -/-endingarinnar í nefnifalli er bundin við samnöfn. Á hinn
bóginn er -r-endingin (eða hljóðréttir „afkomendur“ hennar) algengari
í sémöfnum. Þetta sýnir ljóslega að mannanöfn lúta stundum öðrum
beygingarreglum en hinn almenni orðaforði. Til viðbótar því sem þeg-
ar hefur verið nefnt má benda á pör eins og Björg og björg (draga
Björgu að landi, draga björg í bú), Páll og páll (ég hjálpaði Páli með
þessum pál) o. s. frv.
Um sögu Mistar
En hvað segir málsagan okkur þá um það hvernig á að beygja nafnið
Mist eða hvernig það ætti að hafa beygst til forna? Fyrst er þá að huga
að uppruna orðsins. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:624) segir hann
óvissan í orðsifjabók sinni en nefnir þó tvo kosti. Annar er sá að teng-
ja nafnið við orðið mistur (hk.) ‘móða’, hinn að tengja það við sögn-
ina mista (sænska) eða miste (danska) ‘missa, tapa’. Samkvæmt síðari
kostinum gæti Mist þá hafa merkt ‘sú sem veldur missi’. Jafnframt
bendir Ásgeir á tengsl við ýmis fleiri orð, m. a. mistur (hk.) í merking-
unni ‘vanþrif’. Á hvorri leiðinni sem rakin er má þó bæði finna orð
með stofnlægu -r og án þess. Slík r-laus orð eru þó síður í íslensku en
öðrum málum, ef marka má dæmi Ásgeirs. Spurningin snýst þá um
mist- andspænis mistr-. Tengsl orða af sömu rót með og án stofnlægs
-r- eru reyndar ekki dæmalaus, sbr. nafnorðið heiður (kk.) með stofn-
3 Kvenkynsorð af /-stofni sem enduðu á -r hafa sum misst hana bótalaust, t. d.
nauör sem nú heitir nauð.