Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 232
230
Flugur
lægu -r (heiður, um heiður) og lýsingarorðið heiður þar sem ekkert -r
er í stofni (heiður; um heiðan, kvk. heið).
Sé gert ráð fyrir því að -r hafí verið hluti stofnsins, hefði það átt að
varðveitast. Þá væru nefnifall, þolfall og þágufall eins, rétt eins og í
orðunum fjöður og lifur: *Mistur, um *Mistur, frá *Mistur, til *Mistr-
ar. Það eru þau augljóslega ekki og hafa ekki verið.4 Hafi ekki verið
neitt -r í stofninum, er ólíklegt að það hafi verið nefnifallsending.
Nefnifallið *Mistr hefði átt að gefa *Mistur (líkt og Hildr varð Hildur)
og þá væntanlega -i í þolfalli og þágufalli.5 Eða svo röksemdafærslunni
sé snúið við: Sé -i í þolfalli og þágufalli gamalt, hefði mátt búast við
nefnifallsmyndinni *Mistr, síðar *Mistur (sbr. Hildur, Hildi). En þá er
erfitt að skýra hvers vegna hið gamla nefnifall *Mistr hefði gefið af sér
nefnifallið Mist. Engin rök væru t.d. fyrir samlögun og styttingu af því
tagi sem áður var rakin fyrir nöfn á borð við Vigdís og Þórunn og ólík-
legt væri að -r hefði einfaldlega fallið brott í þessari stöðu.
Niðurstaðan er því sú að erfitt sé að finna söguleg rök fyrir því að hafa
endinguna -i í þolfalli og þágufalli. Það er væntanlega ástæðan fyrir þeim
ummælum sem áður eru höfð eftir fræðimönnum um beygingu þessa
nafns. En er ekki hægt að fínna nein samtímaleg rök fyrir endingunni? Er
víst að hún sé „í ósamræmi við beygingakerfið"? Lítum nú á það.
Ekki saka Misti um að eyðileggja beygingakerfið
Ef kvenmannsnafnið Mist er haft Misti í þolfalli og þágufalli þá er beyg-
ing þess löguð að beygingu fjölda annarra eiginnafna. Áður er talað um
beygingarmyndina Margréti í þolfalli og þágufalli og „viðurkenningu“
á henni. Sú viðurkenning styðst ekki við söguleg rök, svo mér sé kunn-
ugt. Hún byggist á því að þetta er málvenja og eins og margar málvenj-
ur af þessu tagi bendir hún til þess að ákveðin þróun kunni að vera að
eiga sér stað. Endingin -i er sem sé að verða algeng í þolfalli og þágu-
falli kvenmannsnafna, ekki bara þeirra sem dregin eru af orðum sem
4 T. d. eru til mörg dæmi um eignarfallið Mistar í fornum kveðskap (sbr. Lexicon
poeticum Sveinbjarnar Egilssonar 1966) þótt lítið fari fyrir dæmum um þolfall og
þágufall.
5 Að vísu var ekki dæmalaust að kvenkynsorð með -r sem nefnifallsendingu beygð-
ust sem z'-stofnar og væru endingarlaus í þolfalli og þágufalli, sbr. nauðr (nú nauð).