Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 235
Ritdómar
Jón G. Friðjónsson. 1993. Mergur málsins. íslensk orðatiltæki, uppruni, saga og
notkun. Ólafur Pétursson teiknaði myndir. Öm og Örlygur, Bókaklúbbur hf. xxx-
ii + 838 bls.
Jón G. Friðjónsson. 1997. Rœtur málsins. Föst orðasambönd, orðatiltæki og
málshættir í íslensku biblíumáli. Freydís Kristjánsdóttir teiknaði myndir. Is-
lenska bókaútgáfan ehf. lxiv + 608 bls.
Inngangur
Útkoma nýrra fræðibóka um íslensku er ávallt fagnaðarefni. Svo er einnig um útkomu
bóka Jóns G. Friðjónssonar prófessors, Merg málsins [hér eftir oft nefnd Mergurinn]
og Rœtur málsins [hér eftir oft nefnd Rœtumar]. Fyrir Merg málsins, sem gefmn var
út með styrk frá Menningarsjóði, hlaut höfundurinn íslensku bókmenntaverðlaunin
1994 og viðurkenningu úr Menningarsjóði VISA sama ár. Báðar bækumar byggja á
áralangri vinnu höfundarins að söfnun ýmiss konar orðasambanda, efni sem honum
hefur verið hugleikið lengi. Margt er líkt með bókunum tveimur en af eðli máls leið-
ir að þar skilur líka töluvert á milli. Hér á eftir verður í meginatriðum fjallað um hvora
bók fyrir sig. Gefist tilefni til verður fjallað um þær báðar samtímis. Bókunum fylgja
formálar; sá í Rótunum er þó metnaðarmeiri og tekur á fleiri þáttum. Umfjöllunin um
skilgreiningu hugtaka miðast aðallega við Merg málsins. Þó er stundum vísað til sam-
svarandi kafla í Rótum málsins.
Mergur málsins
Mergurinn er bók í stóru broti, alls um 870 síður með formála og efnisskrá, prentuð á
50 g pappír. Letrið er Times.
í formála gerir höfundur grein fyrir því hvað hann eigi við með orðinu orðatiltæki,
þ. e. sambandi tveggja eða fleiri orða sem notuð eru þannig að heildarmerking verður
önnur en merking hvers og eins orðs gæti bent til, sbr. t. d. leggja árar í bát. Orðið
orðatiltœki er heildarheiti fyrir fimm undirflokka eins og hér er sýnt:
1. orðtak: fast orðasamband í yfirfærðri merkingu (sbr. bls. v): halda e-u til haga
2. talsháttur: fast orðasamband í beinni merkingu (sbr. bls. vi): eigaformœlend-
urfáa
3. föst líking: orðasamband í beinni/óbeinni merkingu (sbr. bls. vi): bíða eins og
boli höggs, e-ð er hvalreki fyrir e-n
íslenskt mál 19-20 (1997-98), 233-267. © 1999 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.