Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 236
234
Ritdómar
4. fleyg orð: höfð eftir nafngreindum mönnum/úr tilgreindum heimildum (sbr.
bls. vi): ekki er kyn þó keraldið leki, liingað og/en ekki lengra
5. samstæður: orðpör í fastri merkingu: sýknt og heilagt
Með orðtaki er átt við fast orðasamband í yfirfærðri merkingu, t. d. halda e-u til
haga. Merking orðasambandsins eiga formœlendur fáa er hins vegar ekki yftrfærð;
það er því talsháttur. Bein eða yfirfærð merkingin er því greinimark á milli þessara
tveggja hópa. Að því er síðari hópinn varðar þá slær höfundur þó ýmsa vamagla og
segir að enda þótt merking teljist ekki yfirfærð sé hún oft breytt. Því má segja að stutt
sé á milli orðtaks og talsháttar. Styttra er þó á milli talshátta og fastra líkinga. Með
föstum líkingum er átt við beinar líkingar eins og t. d. bíða eins og boli höggs eða
óbeinar eins og t. d. e-ð er hvalreki fyrir e-n. Hér verður að geta þess að í Rótunum
segir (bls. x) um fastar líkingar að merking sé óbein. I Rótunum má einnig sjá að
dæmið e-ð er hvalreki fyrir e-n er tekið sem dæmi um einyrta líkingu. Þar eru flokk-
amir því sex. Raunar er minnst á einyrtar líkingar í formála Mergsins (bls. vii) og sagt
að í þeim felist líking orðasambandsins í einu orði.
Þessir þrír flokkar orðatiltækja sem hér hefur verið rætt um, þ. e. orðtök, talshœtt-
ir og fastar líkingar, skarast um margt innbyrðis. í öllum tilvikum er hið málfræðilega
greinimark merkingarlegs eðlis. Þeir tveir hópar sem þá standa eftir,fleyg orð og sam-
stæður, eru af nokkuð öðrum toga. Þeir standa völtum fótum í málfræðilegum skiln-
ingi og þar er merkingarþátturinn ekki í öndvegi. Fleygum orðum má skipta í tvennt.
Annars vegar em orð sem höfð eru eftir nafngreindum mönnum, sbr. ekki er kyn þó
keraldið leki. Hér geta líkindi við málshætti verið nokkur. Fleygu orðin em þó ekki
notuð á sama hátt og málshættir og merkingin er oft yfirfærð eins og fram kemur hjá
höfundi (bls. vi). Hins vegar em tilvitnanir til heimilda, sbr. hingað og/en ekki lengra.
Merkingarþátturinn kemur hins vegar hvergi við sögu í greiningunni. I hópnum sam-
stœður eru orðpör eins og t. d. í blíðu og stríðu eða lon og don svo að dæmi séu nefnd.
Slíkar samstæður eru allrar athugunar verðar en hvort það eitt dugir til að telja þær
orðatiltæki er hins vegar annað mál.
í Rótunum ræðir höfundur um málshœtti á hefðbundin og ljósan hátt og segir þá
vera alþjóðlega. Það getur að mínu viti einnig átt við um fleiri gerðir fastra sambanda.
Taka má sem dæmi bera hita og þunga dagsins sem nánar verður rætt hér síðar. Það
gæti verið fjölþjóðlegt enda úr Biblíunni komið. Tekið skal fram að í undirtitli Rót-
anna er m. a. talað um föst orðasambönd. I formála þeirra (bls. v-vi) er sagt að með
þeim sé átt við samband tveggja eða fleiri orða sem notuð eru í lítt breyttum eða
óbreyttum búningi; heildarmerking er samanlögð merking einstakra orða, sbr. t. d.
drepa á dyr. Mér sýnist þetta vera það sama og talshœttir í Mergnum.
Það má vera Ijóst að sá sem hefur flokkað mikið heimildasafn li'tur öðrum augum
á málið en nýgræðingur eins og ég. Frá mínum bæjardyrum séð er sú flokkun sem hér
hefur verið lýst í mörgum tilvikum góð en þó ekki alltaf nógu sannfærandi; ég fæ ekki
betur séð en að hin svokallaða skýringarþörf styðji mál mitt. Skv. henni (bls. vii) get-
ur það t. d. réttlætt að kalla orðasamband orðatiltœki að kjami þess sé ógagnsætt forn-
yrði sem aðeins sé notað í föstum orðasamböndum eða að baki liggi frásögn eða