Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 239
Ritdómar
237
hvorki í aðaltexta né efnisyfirliti. Ólíklegt er að það hái notendum bókarinnar en með
því að hafa hana í efnisyfirliti mætti t.d. komast að því í hve mörgum orðatiltækjum
hana er að finna. Orðatiltækin deila og drottna og deila við dómarann eru í aðaltexta.
I efnisyfirliti er þau að finna undir deila en hvorki undir drottna né dómari. Orðatil-
tækið deila um keisarans skegg er hins vegar hægt að finna eftir þrem leiðum í efnis-
yfirliti og texta. Orðatiltækið það dettur hvorki né drýpur afe-m má finna undir detta
og drjúpa bæði í aðaltexta og efnisyfirliti. Orðatiltækið vaða upp á dekk er aðeins að
finna undir dekk en ekki vaða enda þótt mörg dæmi séu um þá sögn sem raunar er
fletta, t. d. í vaða yfir höfuðið á e-u sem finna má undir vaða og höfuð. Athyglisvert
er að skoða samböndin skíta digurt, leggjast djúpt (í e-ð) og e-ð ristir (ekki) djúpt. Hið
síðastnefnda má finna undir rista og djúpur en hin tvö aðeins undir lýsingarorðunum
digur og djúpur.
Þær upplýsingar sem hér hafa verið nefndar eru mismunandi eðlis og þjóna ýms-
um tilgangi. Því ættu margir að geta haft af þeim gagn, bæði hagnýtt og fræðilegt.
Málnotandi getur gengið úr skugga um hið 'rétta' form orðatiltækisins og hvaða af-
brigði eru til af því. T. d. má sjá að sjá varla nokkurn glaðan dag er elsta mynd þess
orðatiltækis sem nú er líklega oftar sjá/líta ekki/varla glaðan dag; einnig að liingað
EN ekki lengra er eldra en hingað OG ekki lengra; hið síðamefnda grunar mig að sé
algengara nú á tímum enda þótt ég geti engar sönnur á það fært. Stundum getur höf-
undur þess að orðatiltæki sé sjaldgæft, t. d. ekki koma allir dagar í einum böggli.
Þessu er ég sammála. Það finnst mér hins vegar ekki um sambandið gera (sér) ekki
eyrun ónýt sem einnig er sagt sjaldgæft. Mér finnst þessi dæmi sýna svo ekki verður
um villst að vænlegast sé að fullyrða ekki um of í þessu efni, hvort sem dæmin eru fá
eða mörg, t. d. í seðlasafni Orðabókarinnar. Raunar gerir höfundur það í formála. Þess
verður líka að geta að ég sé enga ástæðu til að aðskilja dilkur 1 og dilkur 2 eins og
gert er; fylgi ég þar fordæmi Ásgeirs Blöndals Magnússonar í Islenskri orðsifjabók
(1989).
Höfundur gerir hugmyndum sínum um aldur og uppruna orðatiltækis ágæt skil í
formála. Þessir þættir tengjast á ýmsa vegu og eru á margan hátt hið forvitnilegasta
viðfangsefni. Það er hins vegar ýmsum vafa undirorpið að draga of miklar ályktanir
af heimildunum sem geta í besta falli einungis vísað veginn. Kannski er eðli þeirra
texta sem orðatiltækin geyma forvitnilegasta viðfangsefnið.
Stundum lætur höfundur þess getið að orðatiltæki séu óformleg. Það á t. d. við um
vera djúpt sokkinn (undir djúpur) og e-ð er enginn dans á rósum sem áður hefur ver-
ið um rætt. Af hverju eru þau óformleg? Höfundur segir í formála (bls. ix) að með
þessu eigi hann m. a. við orðatiltæki sem hafi ekki öðlast fullan þegnrétt, eigi sér e. t. v.
erlendar samsvaranir, enda séu þau sjaldséð í ritmáli en bundin óformlegum stíl. Af
hverju er grípa í rassinn á deginum þá einungis sjaldgæft en ekki líka óformlegt, m. a.
vegna orðsins rass. Eg held að best sé að fullyrða sem minnst í þessu efni. En marg-
sinnis eru okkur sýndar erlendar hliðstæður, m.a. biblíulegar. Undir bera hita og
þunga dagsins er gefinn samsvarandi texti á ensku án nokkurra skýringa. Af eðli máls-
ins er ljóst að orðatiltækið á sér erlendar rætur, rétt eins og bjarga deginum sem sagt
er eiga sér erlendar rætur og sýnt dæmi þar um; tilurðin er þó önnur.