Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 240
238
Ritdómar
Eg saknaði nokkurra orðasambanda undir D. Má þar t. d. nefna samböndin drátt-
ur verður á e-u, dropinn holar steininn,fyrir durum/ dyrum og dyngjum, rísa upp við
dogg.
Heimildaskrá er mikil að vöxtum og einnig er sérstök skrá um orðabækur og upp-
flettirlt. Ég er ekki sátt við heimildaskrána og tel að hún hefði átt að vera tvískipt, þ. e.
annars vegar fræðilegar heimildir en hins vegar skrá um rit sem geyma notkunardæmi.
Bókin er skreytt teikningum, frekar líflausum.
I formála (bls. viii) segir höfundur og vísar til erlends rits í því sambandi að orða-
tiltæki tilheyri fyrst og fremst talmáli en síður vönduðu ritmáli; þetta eigi þó ekki við
um íslensku. Hér þykir mér feitt á stykkinu og fróðlegt væri að sjá athuganir á þessu.
Enginn væri betur til þess fallinn er höfundur enda hefur hann yfirburðaþekkingu á
efninu.
Nú má spyrja hvaða kosti sé helst að finna í bókinni í ljósi þeirra athugasemda
sem hér hafa verið tíndar til. Því er fljótsvarað. Styrkur bókarinnar felst í miklu og vel
unnu safni, safni sem gefur mjög mikla möguleika til rannsókna á ýmsum þáttum
málsins. Og í raun má segja að höfundur hafi sjálfur riðið á vaðið að nokkru leyti í
bók þeirri sem fjallað verður um hér á eftir. Markviss útgáfuritstjóm af hendi forlags
hefði komið í veg fyrir flestar þeirra aðfmnsla sem hér hafa verið tíndar til. Því betur
sjá augu en auga.
Rætur málsins
Rœturnar eru alls um 670 blaðsíður með formála, prentuð á 80 g pappír. Letrið er
Times. Brotið er eins og á Mergnum, litur á bandi beggja bókanna er hinn sami en
ólíkur á hlífðarkápum. Kápurnar eru að öðru leyti eins. Letrið á Rótunum en stærra og
skýrara en á Mergnwn.
I dómi mínum um Merginn hér á undan gagnrýndi ég nokkuð skrár þær er bók-
inni fylgja og skort á samræmi. Rœturnar hef ég ekki kannað jafnnákvæmlega en sýn-
ist sú gagnrýni ekki eiga við á sama hátt því skrámar em betri og ná til fleiri þátta.
Aftur verður vikið að skránum hér síðar. En bagalegt hlýtur að teljast að fremst skuli
ekki vera efnisyfirlit, ekki síst í ljósi þess að í bókinni er efninu raðað eftir bókurn
Biblíunnar. Sú röð er alls ekki öllum kunnug, hvorki lærðum né leikum. Kannski á
það þó einkum við Gamla testamentið. Þess má einnig geta að efni úr apókrýfu bók-
unum er að finna í bókinni. Það má því aðeins sjá að bókin sé lesin spjalda á milli eða
henni flett.
Varðandi Merginn lét ég þess getið að ekki væri fyllilega ljóst hverjum bókin væri
ætluð. Sú gagnrýni á ekki við hér þar sein mér þykir einsýnt að hún sé fyrst og fremst
ætluð fræðimönnum. I þessu finnst mér munur bókanna einkum felast. Höfundi er vel
ljóst ætlunarverk sitt og fyrir vikið verður bókin mun markvissari en ella. Það má
einkum ráða af rækilegum formála, mun rækilegri en í fyrri bókinni, því efni sem í
honum er rakið og hvernig það er sett fram. Ekki spillir það heldur fyrir að innihald-
ið er heildstætt og afmarkaðra en í fyrri bókinni.