Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 241
Ritdómar
239
Eins og fram kemur í undirtitli á hlífðarkápu og bandi (en ekki á sjálfri titilsíð-
unni) er um að ræða rannsókn á íslensku biblíumáli að því er varðar uppruna, aldur
og sögu fastra orðasambanda, orðatiltækja og málshátta. Höfundur gerir því rækilega
grein fyrir íslenskri biblíumálshefð og heimildum um hana, áhrifum Biblíunnar á
tunguna og um einstakar biblíuútgáfur. Allt er þetta gert af skynsamlegu viti á ljósan
hátt og verður ekki frekar um það fjallað hér. En af titili bókarinnar, Rætur málsins,
hlýtur að leiða að höfundur telji þær vera að finna í Biblíunni. Og víst er um það að
höfundur telur áhrif hennar mikil, einkum þó orðfræðileg (sbr. bls. xxxviii). Eg er hins
vegar efins um að orðið rœtur sé heppilegt. Það er ekki aðeins vegna þess að í mál-
fræði hefur orðið rót nokkuð ákveðna merkingu heldur og ekki síður vegna þess að
rætur í skilningi höfundar, þ. e. uppruna málsins, er ekki að finna í Biblíunni nema að
einhverju leyti. Um það ber bókin sjálf vitni enda er höfundi það vel ljóst, sbr. t. d. orð
hans í formála (bls. xxiv-xxv, xxxiii-xxxv) en líka stundum í meginmáli.
Höfundur rekur sögu biblíuþýðinga sem og útgáfusögu frá upphafi vega. Forvitni-
legt er að lesa um áhrif Stjórnar á Guðbrandsbiblíu sem höfundur segir að séu þess
eðlis að um bein áhrif hljóti að vera að ræða (bls. xxx). Málfar Guðbrandsbiblíu seg-
ir hann mjög gott og miklu betra en á fornbréfum frá 16. öld (bls. xxxi). Ljóst má vera
að hún hefur mótað allar seinni bibh'uþýðingar á einn eða annan hátt. Erfitt er að meta
nú hvaða þýðing/útgáfa hafði mest áhrif enda erfitt að samhæfa mælistikumar. Ekki
kæmi mér þó á óvart að það hefði verið sú sem kennd var við Viðey og kom út 1841.
Fyrir henni gerir höfundur mjög góða grein (bls. xxxiii-xxxv). En kannski verður
þeirri spurningu aldrei svarað til fulls hvað Biblían hefur gefið íslenskri tungu.
Eg sagði hér áður að höfundur gerði rækilega grein fyrir íslenskri biblíumálshefð.
Sú greinargerð er einkum fólgin í rannsóknum á orðaforðanum, einkum sögu ein-
stakra orða, tilurð þeirra og aldri. Með þessa vitneskju í farteskinu er athyglinni beint
að nýrri hlið hins svokallaða biblíumáls en það era orðasamböndin í víðri merkingu
þess orðs.
Eins og fram kom hér áður er raðað eftir bókum Biblíunnar. Svo tekið sé dæmi af
Rómverjabréfinu sem ég kannaði nokkuð þá er umfjölluninni skipt í tvennt, fyrst al-
mennur kafli en þar á eftir sérkafli um málshætti og orðskviði. Stafrófsröð gildir ekki
heldur er byrjað á upphafinu og dæmin rakin allt til loka bréfsins. Orðið dagamunur
og sambandið gera sér dagamun var tekið sem dæmi úr Mergnum. Því er forvitnilegt
að sjá hvað segir um það hér (bls. 480):
• gera sér dagamun (Róm 14, 5):
Annar heldur meir af öðrum degi en [af (GÞ/Þorl)] öðrum, hinn annar heldur alla daga
jafna (OG). Þessi metur einn dag fram yfir annan en hinn heldur hvöm dag (jafnan)
(Stein). Þessi tekur dag fram yfir dag, en hinn dæmir eins um alla daga (Við). Einn gjör-
ir sér dagamun, en annar metur alla daga jafna (1912).
Orðasambandið gjöra sér dagamun er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar (OHR)
og er vísunin augljós.
I formála era skammstafanir skýrðar og grein gerð fyrir útgáfum sem grundvallar
eru lagðar. Vilji lesandi fá að vita hvernig hægt sé að finna þetta dæmi skal bent á