Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 242
240
Ritdómar
skrámar aftast. Annars vegar er stafrófsröðuð skrá þar sem raðað er eftir upphafsorði
en hins vegar atriðisorðaskrá þar sem raðað er eftir kjamaorðum. Þess ber að geta að
stafrófsraðaða skráin er ekki ein heldur eru þær tvær. Það er vegna þess að málshætt-
ir og orðskviðir em hafðir sér eins og í meginmáli. Það skrýtna er þó að sú skrá er
höfð á undan en í meginmáli kemur sú umfjöllun á eftir almenna hlutanum. En við
dæmið sjálft er fáu að bæta. Ég átta mig þó ekki alveg á orðmyndinni gjöra í lok flett-
unnar en gera í upphafi. I skránum er gera með þessari flettu.
Eitt af meginmarkmiðum höfundarins (bls. xviii) er að tímasetja breytingar sem
orðið hafa á orðasamböndunum. I því skyni kannar hann heimildir og rekur þær breyt-
ingar sem orðið hafa. Allar slíkar upplýsingar em góðra gjalda verðar og oft skemmti-
legar en hafa lítið gildi í stærra samhengi. Ég tel að hér feti höfundur um of slóð fyr-
irrennara sinna sem um margt voru bundnir á klafa hinna svokölluðu „fyrstfyrir-
fræða“. Utkoman getur aldrei orðið meira en vísbending um aldur tiltekinnar breyt-
ingar, kannski afstæðan, en segir ekki hvers vegna hún varð og veitir enga heildarsýn.
Tekin eru dæmi jafnt úr eldri sem yngri þýðingum/útgáfum; sú yngsta er frá 1912. Sú
útgáfa er lögð til grundvallar útgáfunni frá 1981 að því er varðar Gamla testamentið.
Nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á Nýja testamentinu. Það má sjá í Rómverja-
bréfmu (4,19) þar sem segir:
Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að
fótum fram — hann var nálega tíræður, — og að Sara gat ekki orðið bamshaf-
andi sakir elli.
í umfjöllun um Rómverjabréfið er orðasambandið vera kominn að fótum fram hvergi
að finna enda er þetta ekki þýtt á sama hátt í útgáfunni frá 1912. í atriðisorðaskrá má
hins vegar lesa að til sé sambandið vera að fram kominn (Síðari Makkabeabók, bls.
343); einnig er sagt að vera kominn affótumfram sé til (Esterarbók, bls. 347). I texta
með vera aðfram kominn er gerð grein fyrir notkun, merkingu og setningafræðileg-
um atriðum er varða fornt mál; sambandið vera kominn affótumfram er nefnt í tengsl-
um við það og vísað til Flateyjarbókar sem heimildar í því sambandi. Þegar rætt er
um orðasambandið vera kominn af fótum fram er það í sambandi við rasa fyrir ráð
fram. Undir þeirri flettu eru gagnlegar upplýsingar um stöðu atviksorðs í orðaröð í
fomu máli; þær upplýsingar eru miklu betri en þær sem em undir vera aðfram kom-
inn. Ekki er þó vísað á milli þeirra sem kannski hefði verið við hæfi.
Það dæmi sem hér var sýnt leiðir hugann í ýmsar áttir. Lítum fyrst á Rómverja-
bréfíð (4,19) þar sem orðasambandið vera kominn að fótwn fram er notað eins og sjá
má hér áður. Hér er forsetningin að en í Rótunum er af, sbr. vera kominn af fótum
fram; íslensk orðabók (1985) gefur báða möguleikana (undir fótur). Hvergi er þó
minnst á þennan ntun í Rótunum sem vonlegt er. Þá er að líta til baka, til Flateyjar-
bókar. Eins og höfundur segir er dæmið þar að finna. Sambandið vera kominn affót-
umfram er því ljóslega eldra en frá 16. öld. Hver tilurð þess er skal ósagt látið en ald-
ursins vegna virðist allt benda til veraldlegs uppmna, sbr. notkun höfundar á andstæð-