Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 245
Ritdómar 243
Jón Hilmar Jónsson. 1994. Orðastaður. Mál og menning, Reykjavík. XXXII +
698 bls.
Um eðli og sérstöðu orðtengslabóka
Það er engum vafa undirorpið að á íslandi eru gefnar út fleiri orðabækur að tiltölu við
fólksfjölda en í nokkru öðru landi. Auk fjöldans getur íslensk orðabókagerð státað af
fræðimennsku á háu stigi. Á undanfömum áratugum hafa komið út á Islandi margar
frábærar orðabækur.
Auk hefðbundinna gerða, þ.e. tvfmála- og einmálsorðabóka, hafa á síðari árum
komið fram margvíslegar nýjungar í orðabókagerð á íslandi og víðar, þar á meðal svo-
nefndar orðtengslabækur, sem eiga sér ekki nema nokkurra áratuga sögu og eru enn
sem komið er til á fáum málum, t.d. ekki á norsku þótt á hana mæli 15 sinnum fleiri
en íslensku. Jafnvel á rússnesku, sem er móðurmál 150 miljóna, er aðeins til orð-
tengslabók fyrir námsfólk, sem nær vitaskuld aðeins til lítils hluta orðaforðans. Því er
útkoma Orðastaðar eftir Jón Hilmar Jónsson að rnörgu leyti mikil tíðindi því hún er
einmitt orðtengslabók.
Saming orðtengslabókar er ærið flókið viðfangsefni. Einna örðugast er að okkar
mati sjálft flettuvalið, og stafar það m. a. af tvíþættu markmiði slíkrar bókar. Fyrra
markmið orðtengslabóka er að skera úr um hvaða orðasainbönd séu tæk í málinu og
hver ekki. En þar sem þær eru fyrst og fremst ætlaðar móðurmálsnotendum, eru
spumingar af téðu tagi ekki ýkja ágengar.
Okkur er ekki kunnugt um nein verk sem greini frá tíðni orðasambanda, og reynd-
ar er óvíst hvort samning slíkra tíðniorðabóka sé vinnandi vegur. Verður það að telj-
ast hæpið. Samning slíkrar bókar myndi kosta óhemju vinnu. En þótt unnt væri að
leysa þann vanda með tilstyrk nútíma tækni, þá yrði umfang slíkrar bókar með ólík-
indum. Loks yrði yfirgnæfandi meirihluti upplýsinga í slíkri bók heldur notarýr, en
einmitt það sjónarmið er ofarlega á blaði þegar hugað er að markmiði orðtengsla-
bóka.
Við getum gert því skóna að í ræðu (fr. parole í skilningi Saussures, hvort heldur
munnlegri eða ritaðri) séu mörg orðasambönd miklu tíðari en ýmis einstök orð.
T. a. m. koma heiður himinn, löng gata, nýtt hús tvímælalaust oftar fyrir í íslensku en
orð eins og skrumskœling, öldusótt, þaularvogur. Myndun slíkra hátíðnisambanda
veldur málhöfum viðkomandi tungu engum erfiðleikum og þeim er engin þörf á upp-
sláttarverkum til að fræðast um þau. Jafnframt er hverjum málhafa ljóst að ótækt er
að mynda orðasambönd sem tengja ósamrýmanleg hugtök, þ. e. merkingarlega fárán-
legt samkrull sem á ekki og getur ekki átt sér neina stoð í veruleikanum, svo sem ein-
þilja mœliglas, rétttrúaður Ijósastaur eða að reykja fjarvist. Vitaskuld látum við liggja
milli hluta þann möguleika að þess konar lokleysur skjóti upp kolli í orðfæri skálda,
einkum á síðari tímum, eða þá í máli fólks sem ekki er í sálarlegu jafnvægi.
Það sem nú hefur verið sagt um orðasambönd á auðvitað einnig við um samsett
orð í jafn frjóu samsetningamáli og íslensku. Úr því að til eru orðin ryð og blettur, er
orðið ryðblettur nánast sjálfgefið. Sama máli gengir um kapp, sund og kappsund,