Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 247
Ritdómar
245
Með öðrum orðum: Hjá því verður ekki komist að mikill hluti upplýsinga um
tengslahæfni orða, og einmitt þær sem ljósast liggja fyrir, lendi utangarðs í orðabók-
um af nefndu tagi. Þar við bætist að langt frá allt það efni sem inni fær í slíkum verk-
um veitir notanda nýja vitneskju eða tekur af nokkur tvímæli fyrir hans parta. Um
þetta má sannfærast með því að skoða nokkur einsleit dæmi úr Orðastað:
kápa ... <fara, bregða sér> í kápu(na), hneppa að sér kápunni, vera í <þykkri> kápu, fara úr
kápunni, taka af sér kápuna ...
úlpa ... fara í úlpu(na), vera klæddur í <hlýja> úlpu, vera í <þykkri> úlpu, fara úr úlpunni
jakki ... <fara, klæða sig, snara sér> í jakkann, hneppa (að sér) jakkanum, hneppa frá sér
jakkanum, fara úr jakkanum, taka af sér jakkann ...
peysa (peisa) ... fara í peysu(na), vera í peysu, vera klæddur í <þykka> peysu, fara úr peysunni
skyrta ... fara í skyrtu(na), klæða sig í skyrtuna, hneppa skyrtunni, vera (klæddur) í skyrtu,
fara úr skyrtunni ...
kjóll ... <fara, smeygja sér> í kjól(inn), hneppa kjólnum, klæðast kjól, vera í kjól, <fara,
smeygja sér> úr kjólnum ...
pils ... <fara, smeygja sér> í pils(ið), vera í pilsi, klæðast pilsi, <fara, smeygja sér> úr
pilsinu, ... o.s.frv.
Eins og sjá má af dæmaslitrum þessum einkennast flettigreinar af yfirgripi, natni og
rökvísi. En þetta einfalda sýnishom ber í sér meðfædda ágalla sérhverrar orðtengsla-
bókar: Hún er samin fyrir notendur sem kunna málið og gera sér þar með Ijósa grein
fyrir því hvað er tækt og hvað ekki, hvað ber að skilja sem sýnisdæmi sem nota má
í öðrum tilvikum, að breyttu breytanda, og hverju ekki má hagga við. Islendingur
fmnur sem sagt í framangreindum dæmum aðallega það sem hann veit fyrir. Útlend-
ingur hins vegar veit ekki hvort unnt sé t. d. að segja á íslensku smeygja sér/bregða
sér/snara sér í úlpu, eða hvort dæmin klœðast kjól/pilsi og klæða sig i jakkann/skyrt-
una ber að skilja svo að ekki sé rétt að segja klœða sig í kjól/pils eða klœðast jakk-
anum/skyrtunni. Framansagt ber engan veginn að skilja sem aðfinnslur við Orða-
stað, enda sæti það síst á þeim sem þetta skrifa. Báðir eru orðabókahöfundar og gætu
tilfært fjölda tilsvarandi dæma úr eigin verkum. Við viljum aðeins árétta að vegna
þeirra takmarkana sem stærð orðtengslabóka eru eðlilega settar geta þær fremur ráð-
lagt en bannað, þ.e. sýnt dæmi um rétta notkun en sjaldnast upplýst um hið gagn-
stæða.
Meira um notagildi Orðastaðar
Þessar hugleiðingar um takmarkanir orðtengslabóka má ekki skilja sem gagnrýni á
umrædda bók. Þvert á móti: Orðabók Jóns Hilmars Jónssonar er mikil kjörgripur.
Aðal hennar er gerhygli og fagvísi á háu stigi. Hún mun um langa framtíð eiga sér
mikinn og þakklátan hóp lesenda.
Auðvitað er orðabók Jóns Hilmars Jónssonar fyrst og fremst ætluð íslendingum
sem áhuga hafa á notkun móðurmálsins og leita forskrifta um rétta hegðun orða í
textasamhengi. En þar með er ekki allt upp talið. Þessi bók er ómetanlegt hjálpartæki