Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 249
Ritdómar
247
munu hafa hvatt höfund til að hefjast handa um verkið („semja orðabók þar sem notk-
un orðanna og innbyrðis tengsl sætu í fyrirrúmi", bls. XXX), s.s. Collins COBUILD-
English Language Dictiönary, The BBI Combinatory Dictionary of English: a Guide
to Word Combinations o.fl. Það mun þó ekki ofmælt að með Orðastað sé meira færst
í fang en í hinum erlendu ritum sem til eru nefnd. Orðastaður er fjölþættari að bygg-
ingu og setur markið hærra en aðrar orðtengslabækur sem þeim er þetta rita er kunn-
ugt um. Hér er ekki aðeins veitt leiðsögn um fallstjóm (rectio) og fylliliði orða (val-
ens þeirra) heldur einnig orðmyndun (þ. á m. áhersluliði), ákvæðisorð, viðhorf (já-
kvætt eða neikvætt) o. s. frv. í sambandi við lýsingarorð er, þar sem þess er þörf, greint
frá því hvort notkun sé bundin við persónur eða annað; notendum er leiðbeint um
hvort orð (eða lexem) og form í notkunardæmum séu aðeins fulltrúar annarra lexema
og forma sem nota má í sömu stöðu eða hvort um er að ræða föst, einangruð orðasam-
bönd, sbr. glögga auðkenningu breytiliða (sjá bls. XVIII).
Hið margþætta hlutverk bókarinnar kallar á umfangsmikið kerfi tákna og skamm-
stafana, ábendinga og (milli)vísana. Hér er hætta á að ofbjóða minni og þolinmæði
notenda, en hjá því stýrir Orðastaður furðu vel. Það er yfirlýst markmið höfundar að
íþyngja notendum sem minnst að þessu leyti (bls. XVIII), enda rúmast leiðarvísir
fremst (og aftast) í bókini á tveimur blaðsíðum. Hinar margslungnu upplýsingar bók-
arinnar eru furðu aðgengilegar og ljósar miðað við yfirgrip og djúpfæmi.
Orðastaður veitir m. ö. o. upplýsingar um:
— flettibrigði orða (form eða tilbrigði flettna sem krefjast sérstakrar umfjöllunar)
— tengsl orða (flettna og flettibrigða) í setningu
•með tilliti til merkingar og setningarstöðu
•með tilliti til formstjómar (rectio/valens)
•með tilliti til umfangs, m.a. valfrelsis sem kemur fram í breytiliðum og/eða „brott-
nærnum" liðum; enn fremur er á það bent hvort val er takmarkað eða notkun orðs jafn-
vel einskorðuð við föst orðasambönd
•aðild flettu að orðastæðu(m)
— flettulið(i), orðmyndunarvirkni og hegðun flettu eða flettibrigðis í samsetningum
•sem fyrri liðar í samsetningu — greint er á milli stofnliðar og eignarfallsliða(r) þar sem
þess gerist þörf
•sem seinni iiðar — ef flettan er einungis til sem seinni liður í samsetningum, skýrist það
af bandstriki: -grýti o.þ.h.
•sem forliðar einvörðungu, þ. e. viðkomandi fletta er ekki til sem sjálfstætt orð — ef for-
liðnum geta fylgt fleiri samsetningarliðir, er það tilgreint með skammstöfuninni INNL
(= innliður) (sjá fjöl-, ör- o.fl.)
•föst og laus tengsl flettiiiða
— ákvæði orða, aðallega
•herðandi
•jákvæð
•neikvæð
— viðhorf, þ. e. viðhorfsbundna merkingu („semantískt módalítet") orða, samsettra og
ósamsettra.