Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 250
248
Ritdómar
Þær ábendingar og aðrar leiðbeiningar til notenda sem Jón Hilmar reiðir fram eru
auðkenndar með tiltölulega fáum táknum:
i I (ferhymingur) = rúmar ábendingu (um merkingu, viðhorf, ákvæði, áherslu ...)
=> (tvískeft ör) = millivísun
• (hringlaga tákn, fylltur hringur) = flettibrigði
>• (svartur örvaroddur) = flettiliður (samsetninga)
★ (stjama) = flettiruna með sögn
< > (oddklofar) rúma fulltrúa breytiliða
() Innan venjulegra sviga eru valfrjálsir, þ. e. „brottnæmir" þættir.
Sum þessara tákna munu vera uppftnning Jóns Hilmars, önnur eru ekki ný af nálinni
í orðabókarfræði (sbr. notkun () og => hjá Berkov í rússnesk-norskri orðabók 1994).
Eitt helsta ætlunarverk Orðastaðar er að sýna skyldleika orða og merkinga í sam-
hengi, ná til allrar fjölskyldu stofnorðsins. Nú skortir mikið á að stafrófsröð ein haldi
slíkum upplýsingum til skila. Til að bæta úr þessu eru notaðar millivísanir (með =>),
þ. e. vísað er til annarra greina, eða ábendingar (oftast með formerkinu sbr., sjá
XXVI). Hér skal bent á flettuna grjót og flettibrigðið ráða við e-n/e-ð til glöggvunar.
Flestir kannast við þann vanda sem merkingarvensl sagna við forsetningar og at-
viksorð bjóða upp á. Það vefst t. d. fyrir sumum draga rétt mörk milli sagnar og for-
setningar sem eins lexems annars vegar og sagnar með forsetningu í óbundinni notk-
un hins vegar: róa að e-u (öllum árum) — róa að eyjunni. Jón Hilmar skipar sagnar-
samböndum af fyrra taginu í flettirunur auðkenndar með stjörnu eins og fyrr er getið.
Virðist sú lausn hin ákjósanlegasta.
Ástæða er til að benda sérstaklega á mikilvægi fyrrnefndra breytiþátta og fulltrúa
þeirra. „Oft er það svo að orðin eiga sér skýr og jafnvel föst fylgdarorð sem beint ligg-
ur við að birta í stökum orðasamböndum eins og fjölmörg dæmi hafa verið sýnd um
hér að framan. En setningarlegri notkun orða er þó gjarna þannig háttað að margs kon-
ar fylgdarorð koma til greina, þar sem eitt orð er að vísu dæmigerðara eða fastbundn-
ara en annað en þó ekki svo að sanngjamt væri að gefa í skyn að notkunin væri bund-
in því einu. Nauðsynlegt er að þetta komi sem skýrast fram í orðabókartextanum, til
þess að notendur telji orðnotkunina ekki skorðaðri en hún er í raun og geti í stórum
dráttum greint á milli þess sem er fastbundið og hins sem lýsir sér í breytileika" (bls.
XVI-II). Hér er gripið á kýli sem löngum hefur þjáð bæði einmála og tvímála orða-
bókargerð, og verður þetta vonandi til verðugrar eftirbreytni. Sérstaklega er þetta
mikilvægt fyrir erlenda notendur.
Hugkvæmni Jóns Hilmars kemur glöggt í ljós þar sem „runa orðasambanda spann-
ar ákveðna framvindu sem látin er endurspeglast í röð sambandanna" (XVII), sbr.
greinina fangelsi.
Frekari vitneskju um Orðastað má sækja í aðfaraorð bókarinnar sem skýra ekki
aðeins þaulhugsaða byggingu hennar heldur hafa þau og að geyma nytsamar upplýs-
ingar og hugleiðingar um orðabókargerð og orðabókarfræði og hugtök þeirra al-
mennt. Þau eru því jafnframt hugvekja um þá raunalegu staðreynd að mesta orða-
bókaþjóð heims á sér enga kennslubók eða fræðibók í orðabókarfræðum (lexíkó-