Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 251
Ritdómar 249
grafíu) á eigin tungu og að orðabókafræði er yfirleitt hvergi að finna í kennsluskrá
Háskóla Islands.
Engin orðabók verður nokkum tíma svo ítarleg að enginn sakni þar neins. Utlend-
ingum yrði hugsanlega fengur í upplýsingum um setningarhegðun sagna af taginu það
blámar <roðar, dökkvar o.s.frv.> fyrir e-u. Hér mundi nægja að gera grein fyrir orð-
tengslum á einum stað og vísa svo frá hinum flettunum þangað eftir reglunni „emn
fyrir alla“ (sjá Svensén 1987:152). Opersónuleg notkun sagna getur einnig vafist fyrir
íslendingum eins og áður er á minnst. Því má búast við að einhverjir leiti upplýsinga
í Orðastað varðandi valkosti sem þessa: mér sýnist/sýnast <virðist/virðast, þykir/-
þykja, finnst/jinnast> þeir .... Þær upplýsingar veitir Orðastaður ekki að þessu sinni.
Annars em ópersónulegum orðasamböndum gerð viðhlítandi skil, sbr. kaflann Frum-
lagsliður með sögn (bls. XX-XXI).
f greininni bregða undir flettibrigðinu bregðast (miðmynd) (bls. 63) stendur:
1 vonsvik, vonbrigðll <þetta; vonir, fyrirætlun; uppskeran, veiðin> bregst/brást
(<a!gerlega ...) ...
Ekki er ljóst hvort agnúinn „vonir ... bregst/brást“ er látinn flakka til að spara rými
eða hvort þetta er smáyfirsjón.
Annars hafa tilraunir til að ftnna Orðastað eitthvað til foráttu lítinn sem engan ár-
angur borið.
Jón Hilmar tíundar samviskusamlega þá aðstoð sem hann hefur fengið við verkið
og hefur tvímælalaust verið honum til ómetanlegs stuðnings. Eigi að síður hlýtur það
að vekja nokkra undrun að einn maður skuli á svo skömmum tíma hafa brotið nýtt
land með jafn hrukkulausum árangri og Orðastaður ber vitni um. Bókin er líklega eitt
frumlegasta og vandaðasta afrek á íslandi á síðustu árum og þá ekki á málmenntasviði
einvörðungu heldur í fræðimennsku almennt.
RITASKRÁ
Berkov, Valerij. 1994. Russisk-norsk ordbok. Universitetsforlaget, Osló.
— . 1997. Norsk ordlœre. Universitetsforlaget, Osló.
The BBI Combinatory Dictionary of English: a Guide to Word Combinations. 1986.
Ritstjórar Morton Benson, Evelyn Benson & Robert Ilson. Benjamins,
Amsterdam. [Ný prentun 1993.]
Collins COBUILD English Language Dictionary. 1987. Ritstjóri John Sinclair. Col-
lins, London.
íslensk orðabók. 1983. Ritstjóri Ámi Böðvarsson. Önnur útgáfa. Menningarsjóður,
Reykjavík.
íslensk orðsnilld. 1990. Fleyg orð úr íslenskum bókmenntum. Ingibjörg Haraldsdóttir
ritstýrði. Mál og menning, Reykjavík.