Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 254
252
Ritdómar
Helgi Guðmundsson ályktar að afrakstur þessarar Grænlandsverslunar á 11.-13.
öld hafi verið fjárhagslegur grundvöllur íslenskrar menningar að fomu. Þessu til árétt-
ingar vitnar hann í ummæli sem Halldór Laxness (1969:113) lét falla í greininni
„Tímatalsrabb" sem var endurprentuð í Vínlandspúnktum:
Svo mart sem segja má um uppkomu mentastéttar og fræðiiðkana á Islandi, þá
varðar mestu að gefa því gætur að hér á landi hefur snemma tekið að myndast
ótrúlega mikið súrplús, auðmyndun umfram frumstæðar lífsnauðsynjar. Forn-
menning okkar og ritöld er talandi vottur þess — og bókfellið í Amasafni áþreif-
anlegur.
Þetta er skarplega athugað enda dugir höfundi ekki að tilfæra þessi orð sjaldnar en
tvisvar sinnum (bls. 80 og 333). Höfuðstöðvar verslunarinnar eiga að hafa verið á
Vesturlandi, einkum við Breiðafjörð. „Island var ekki endastöð heldur miðstöð“, seg-
ir Helgi Guðmundsson (bls. 83). Það var ekki afskekktur staður á hjara veraldar held-
ur lá um þjóðbraut þvera lfkt og ítalskar borgir á miðöldum, til dæmis Feneyjar (óþarft
ætti að vera að taka fram að í Markúsarkirkjunni þar eru einhymingshorn) eða borg-
irnar við Silkiveginn í Mið-Asíu. Auður og greiðar samgöngur höfðu í för með sér að
Islendingar ferðuðust víða um Evrópu og sumir fluttu heim með sér menntun og bæk-
ur. I slíku menningarsamfélagi voru kjöraðstæður til sagnaritunar á heimsmælikvarða.
Við lok 13. aldar og á 14. öld vom færri merkileg rit samin á íslandi. Helgi Guð-
mundsson getur sér til um það að með aukinni verslun við austanvert Miðjarðarhaf á 12.
og 13. öld hafi borist mikið af fílabeini frá Austur-Afríku til Evrópu og við það kunni
rostungstennur að hafa fallið í verði. „Þá hefur verið góðæri á Zanzibar en kreppa á ís-
landi“, er ein þeirra hárfínu kímilegu athugasemda sem leiftra í þessu riti þegar minnst
varir (bls. 84). A endanum dróst Grænlandsverslunin saman og íslendingar misstu
hana úr höndum sér. Hafskipum fækkaði — en eins og vikið verður að hér strax á eftir
hlýtur höfundur þó að telja að íslendingar hafi átt haffær skip lengur en almennt er
álitið — og náhvalstennur urðu sjaldséðar.
2. Grænlandsverslun og sambandið við löndin fyrir vestan haf
En hvers vegna eru fomar heimildir svo þöglar þessi efni — um Grænlandsverslunina
almennt og náhvalstennur sérstaklega — ef þau skiptu eins miklu máli og höfundur
telur? Tvær ástæður kynnu að vera fyrir því, að dómi Helga Guðmundssonar: Annars
vegar fylgdi áhætta flutningi og verslun með svo dýra vöru. Hins vegar borgaði sig
ekki að fjölyrða að nauðsynjalausu um að einhymingshom sem verið var að selja væri
í raun og veru náhvalstönn. Þetta var „a business in which it did not pay to advertise",
er haft eftir Odell Shepard, sérfróðum manni um einhyrninga (bls. 60). Hugföngnum
lesanda látið eftir að fylla upp í eyðurnar með ímyndunaraflinu.
Þar með er komið við snöggan blett á þessari stórkostlegu kenningu. Röksemda-
færslan byggist á líkindum fremur en áþreifanlegum sönnunargögnum. Hér verður
ekki reynt að fjalla um sagnfræðileg rök höfundar fyrir Grænlandsversluninni (sbr.
þriðja kafla, einkum bls. 42-72). Það er sagnfræðinga að meta þær spurningar sem