Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 255
Ritdómar
253
vakna í því sambandi, einkum með hliðsjón af heimildum um hafskipaeign íslendinga
til foma, en þær herma að þótt hafskipastóll landsmanna hafi verið mikill við lok land-
námsaldar hafi hann smám saman þorrið og verið nánast að engu orðinn þegar kom
fram á 12. og 13. öld (sbr. t. d. Jón Jóhannesson 1956:117 o. áfr.; Sigurður Líndal
1974:199 o.áfr.; Björn Þorsteinsson 1978:87-89). Hér skal fyrst og fremst fjallað um
það hvemig málið blasir við út frá sjónarmiði málfræði og textafræði. Er skemmst frá
því að segja að oftast nær er um að ræða ályktanir dregnar af óbeinum vitnisburði, ef
ekki skerandi þögn. Það á meira að segja við í því einstæða tilviki þegar fyrir liggur
ritheimild um för norrænna manna langt norður fyrir byggðir þeirra á Grænlandi. Út
af fyrir sig er ekki ósennilegt að þeir hafi verið á veiðum, félagamir sem ristu rúnirn-
ar á eyjunni Kingigtorssuaq sem minnst var á í upphafi. En jafnvel það er þegar öllu
er á botninn hvolft getgátur einar, að ekki sé talað um hvað þeir voru að veiða og í
hvaða tilgangi. Ennfremur er að sönnu athyglisvert, eins og höfundur bendir á (bls.
57), að á meðal fárra norrænna tökuorða í írsku er rosmael ‘selur’, komið úr rosm-
hvalr ‘rostungur’. En það sannar ekkert um stórfelldan útflutning á rostungstönnum
frá Grænlandi til Bretlandseyja; þær kunna allt eins að hafa borist frá íslandi eða, það
sem líklegra er, Norður-Noregi. Má í því sambandi minna á kunnan þátt um siglingu
Ottars (Ohthere), höfðingja af Hálogalandi, til Finnmerkur sem skotið er inn í for-
nenska þýðingu frá 9. öld á latnesku sagnariti eftir Paulus Orosius (Bately
1980:13-18; sbr. Björn Þorsteinsson 1965a:72-75; Sigurður Nordal, ÍF 2 1933:xxvi-
ii). Þar segir berum orðum að Óttar hafi haft með sér rostungstennur úr ferðinni og
fært Elfráði ríka Englandskonungi að gjöf:
Hann [Óttar] fór þessa ferð að nokkru leyti í því skyni að kanna landið, en
einkum sökum rosmhvala, því að þeir hafa mjög verðmæt bein í tönnum sín-
um; — þeir félagar færðu konungi nokkrar slíkar tennur, — og húðir þeirra
eru mjög góðar til skipsreipa.
(Bjöm Þorsteinsson 1965a:73; sbr. Bately 1980:14)
Kenning höfundar urn umsvif á Grænlandi sem undirstöðu fomíslensks efnahagslífs,
sem hér hefur verið reifuð, er að sönnu dirfskufull, að ekki sé sagt ævintýraleg. Ein-
hverjum kynni að þykja leitað langt yfir skammt að svari við spumingunni um það
hvað hafi staðið undir velmegun á Islandi fyrstu aldimar eftir landnámstíð. Nærtæk-
ast er að það hafi verið landið sjálft — „meðan hér buðu sig fram til ótakmarkaðrar
rányrkju landgæði sem höfðu verið að myndast frá alda öðli í ósnertu landi“, eins og
Halldór Laxness (1969:114) ályktaði út frá vangaveltum sínum um „auðmyndun um-
fram fmmstæðar lífsnauðsynjar“ sem vitnað var til að ofan.
Ekki er þó svo að skilja að verkið standi og falli með téðri kenningu; hún er í raun-
inni aðeins einn þátturinn í þessu margslungna riti. Innan þeirrar heildarmyndar sem
dregin er upp af íslandi sem miðstöð fremur en endastöð er sett fram skýring á sam-
bandinu við löndin fyrir vestan haf. Þetta samband er rauði þráðurinn í verkinu og mat
höfundar á því getur staðist óháð því hvort kenningin um Grænlandsverslunina reyn-
ist rétt eða röng. Hér eru heimildimar líka miklu fjölskrúðugri enda þótt þær séu