Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 256
254
Ritdómar
vandmeðfarnar. Höfundur bendir á að oft gleymist hversu stórt hið svokallaða út-
hafsnorræna svæði var á miðöldum (sbr. hugtakið „Ozeannordisch“ hjá Kuhn 1955,
sem vitnað er til á bls. 166 nmgr. 1). Þegar Island byggðist var norræna ekki aðeins töl-
uð á sjálfum Norðurlöndum og í Færeyjum, á Hjaltiandi og í Orkneyjum heldur einnig
í norrænum nýlendum sums staðar á Skotlandi og í Suðureyjum, á írlandi og Englandi.
A mörgum stöðum bjuggu norrænir menn í nábýli við Kelta, sem á þessu víðáttumikla
svæði töluðu írsku á Irlandi, skosk-gelísku á Skotlandi og mönsku (manx) á eyjunni
Mön. Þessi mál mynda gelísku (eða goidelísku) greinina á meiði keltneska málaflokks-
ins. Að auki eru heimildir, raunar heldur fátæklegar, um Pétta á norðanverðu Skotlandi,
en tunga þeirra virðist ekki hafa verið af indóevrópsku málaættinni.
Enginn vafi er á þvf að með verkinu er brotið blað í rannsóknum á áhrifum sem
rekja má til nábýlis norrænumælandi manna og gelískumælandi við norðanvert Atl-
antshaf. Það verður jafnframt án efa traustur grunnur fyrir allar frekari rannsóknir á
þessu sviði.
3. Víðfeðmt viðfangsefni
Titill bókarinnar Um haf innan er samhljóða orðalagi sem kemur fyrir í Eiríks sögu
rauða og er raunar einnig nafn á fróðlegri grein eftir Jón Jóhannesson (1960/63) um
uppruna fornra hugmynda um landaskipun við norðanvert Atlantshaf. Kaflaskipting er
á þessa leið: Fyrst er inngangur (bls. 1), helst til stuttaralegur að mínum dómi, ein
blaðsíða. Þar á eftir fylgja tíu kaflar, ærið mislangir. í fyrsta kafla (bls. 2-5) er gerð
lauslega grein fyrir þjóðum og tungum á Bretlandseyjum til forna. Annar kafli (bls.
6-35) er yfirlit yfir upphaf siglinga norrænna manna vestur um haf um 800, hvar þeir
settust að og hversu lengi þeir réðu þar löndum. í þriðja kafla (bls. 36-84) er rætt um
þekkingu norrænna manna á löndunum fyrir vestan haf. I fjórða kafla (bls. 85-100)
er fjallað um papa og ömefni tengd þeim en í þeim fimmta (bls. 101-120) um vest-
ræna kristni. I sjötta kafla (bls. 121-168) er að finna úttekt á gelískum tökuorðum í
norrænum málum og í þeim sjöunda (bls. 169-199) er á svipaðan hátt fjallað um nöfn
og ömefni sem talin hafa verið af vestrænum toga. Þessir tveir kaflar eru þungamiðj-
an í umfjöllun um vestræn áhrif á norrænt mál og menningu. Attundi kafli (bls.
200-295), sá lengsti í bókinni, er ítarleg rannsókn á fornritum sem varða Orkneyjar,
umfram allt Orkneyinga sögu. I níunda kafla (bls. 296-318) eru athuguð nokkur fom-
rit, Landnáma, Laxdæla saga og Rígsþula. Að endingu er í tíunda kafla (bls. 319-334)
rætt urn þrjá foma höfunda, Snorra Sturluson, Ara Þorgilsson og Sæmund Sigfússon.
í lok tíunda kafla (bls. 333-334) er niðurstaða allrar bókarinnar dregin saman. Þar í
afar knöppu máli rifjuð upp sú skoðun að á Islandi hafi snemma orðið auðmyndun
umfram frumstæðar lífsnauðsynjar sem ekki hafi verið grundvöllur fyrir innanlands.
Þvíhljóti þessi auðmyndun að hafaorðið til við Grænlandsverslun á 11.-13. öld. Loks
er ítrekað að innan þesssar heildarmyndar sé sambandið við löndin fyrir vestan haf
skoðað. Ekki hefði komið að sök þótt þau lokaorð hefðu verið heldur fleiri því að sýn
höfundar á viðfangsefnið er nýstárleg og einkar athyglisverð. Þótt ritdómar með suði
um það hvernig bækur „hefðu átt að vera“ séu nokkuð leiðigjamir er erfitt að verjast