Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Qupperneq 257
Ritdómar
255
þeirri hugsun að í þessu tilviki hefði að skaðlausu mátt draga saman heildamiðurstöð-
ur í sjálfstæðum kafla. Aftast eru ritaskrá (bls. 335-360), registur (bls. 361-400) og
orðaskrá (bls. 401 —409) með orðum á yfir þijátíu tungumálum, fomum og nýjum. Auk
orða úr germönskum málum og keltneskum er þar að finna orð úr fjarlægari tungum,
þar á meðal latínu, grísku, eskimóísku og eitt úr kínversku. Allar em þessar skrár unn-
ar af stakri vandvirkni og alúð, eftir því sem ég fæ best séð (þó er í ritaskránni aðeins
getið um útgáfustaði bóka en ekki útgefendur þeirra). Loks em tvö kort (bls. 411,413),
annað af löndunum fyrir vestan haf og hitt af Grænlandi og Islandi. Fengur er að þess-
um kortum og hefðu þau raunar mátt vera fleiri og nákvæmari, auk þess sem myndir
hefðu lyft bókinni mikið. Þótt bókin sé á ytra borði hinn eigulegasti gripur getur hún
varla talist notendavæn, eins smátt og þjappað og letrið er. Bókarkápa er stílhrein.
Svo sem ráða má af þessu yfirliti er efnið harla vfðfemt; þar er komið inn á svið mál-
fræði og orðsifjafræði, textafræði og rúnafræði, bókmenntafræði, sagnfræði og menn-
ingarsögu, og er þá aðeins talið það helsta. Þrátt fyrir knappa og skýra framsetningu er
ritið svo efnismikið að ekki er laust við að út af flói sums staðar. Ófá gullkom — raun-
ar alloft óskyldur fróðleikur — hafa lent neðanmáls og hefðu minni spámenn eflaust
þóst fullsæmdir af sumum þeirra sem uppistöðu í sjálfstæðum köflum eða tímarits-
greinum. Eitt dæmi af ótal mörgum er að finna í neðanmálsgrein í kafla um Laxdælu
(bls. 312, nmgr. 38), þar sem segir frá hvítum hesti með rauð eym og topp. Þar er óvænt
bent á hliðstæðu úr Igorskviðu (sbr. Ami Bergmann 1997) — sem fyrir tilviljun kom
út í íslenskri þýðingu um svipað leyti og bók Helga Guðmundssonar —og hefðbundin
tímasetning fomrússneska kvæðisins (lok 12. aldar e. Kr) studd nýjum rökum.
4. Mál og menningarsaga
Ekki fer ýkja mikið fyrir málfræðigreiningu í ströngum skilningi í þessu riti, með und-
antekningum sem lúta að orðsifjafræði í köflum um tökuorð, nöfn og örnefni. í þessu
sambandi skal minnt á fyrri rannsóknir höfundar sjálfs á tökuorðum úr gelísku (Helgi
Guðmundsson 1959, 1960, 1969, 1970). Á hinn bóginn skín hvarvetna í gegn traust
aðferðafræðileg kunnátta í textafræði, sem víða er beitt af mikilli íþrótt til að renna
stoðum undir einstakar tilgátur. Notkun heimilda ber vott um að höfundur hefur yfir-
sýn yfir allt það helsta sem hefur verið gefið út á víðtæku rannsóknarsviði hans, bæði
gamalt og nýtt, og er nákominn jafnt fræðiritum sem frumheimildum á ýmsum tung-
um, meðal annars fomírsku og latínu. Talsvert reynir þar á lærdónt lesandans, til
dæmis óþýddar klausur á latínu (svo sem á bls. 27 nmgr. 36, 56 nmgr. 33, 68 nmgr.
47, 212, 261 nmgr. 100, 263, 268, 302 nmgr. 12). Engu að síður er á stöku stað látið
undir höfuð leggjast að vitna í nýrri rit eða útgáfur þótt full ástæða hefði verið til þess.
Óljóst er hvers vegna aðeins er vitnað í Fyrstu málfræðiritgerðina í útgáfu frá 1852
(bls. 36, 38 nmgr. 6) en ekki í útgáfu Hreins Benediktsonar (1972), sem hefði þó átt
að vera innan seilingar. Þá má undarlegt heita að ekki er vitnað í íslenska orðsifjabók
eftir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989), eins og upprunaskýringar orða eru hér ofar-
lega á baugi. Að því er snertir áðurnefnda rúnaristu frá Kingigtorssuaq (bls. 58) hefði
mátt hafa gagn af nýlegri grein eftir Stoklund (1993) um grænlenskar rúnir. Loks