Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 258
256
Ritdómar
hefði ekki verið óviðeigandi að minnast þess að sá sem fyrstur fjallaði um þessa
áletrun af skynsamlegu viti var enginn annar en Rasmus Kristian Rask (1827).
Eins og áður segir er eitt meginviðfangsefni bókarinnar áhrif sem norrænir menn á
stóru og dreifðu búsetusvæði við norðanvert Atlantshaf urðu fyrir af nábýli við Kelta.
Þetta nábýli norrænumælandi og gelískumælandi manna — og sums staðar einnig
Pétta — kemur fram í fornum áletrunum á Skotlandi, Hjaltlandi, í Orkneyjum, á Ir-
landi og eyjunni Mön. Frægt dæmi er rista með ogamletri á myndskreyttum steini frá
Bressay á Hjaltlandi, þar sem virðist mega greina þrjú menningarsvæði, gelískt, nor-
rænt og péttneskt (bls. 8-9). I umfjöllun um norrænar rúnaristur á Bretlandseyjum
tengir höfundur listilega saman svið málfræði og menningarsögu. Nokkrum tíðindum
sætir ný túlkun á rúnaristu frá Hunterston á Skotlandi (bls. 19-22). Ristan, sem er tal-
in vera frá 10. öld, er á nælu þar sem stendur öðrum megin:
(2) malbriþaastilk
Melbrigða á stilk (sbr. Um hafinnan, bls. 19)
Fræðimenn eru sammála um að hér sé sagt að Melbrigða (karlmannsnafn úr gelísku
Máel-Brigte) eigi stilkinn (þ.e. næluna). Hinurn megin virðist standa:
(3) t^lkqjkrit (sbr. Um hafinnan, bls. 19)
Þar hafa aðrir rúnafræðingar staðið á gati — en ekki Helgi Guðmundsson. Af miklum
lærdómi, samfara ótrúlegri hugkvæmni, setur hann hér fram hugsanlega skýringu á
þessari dularfullu runu, og heldur tvær en eina. Fyrst lætur hann sér detta í hug að
þama standi: Dalk á ek rit, þ.e. ‘Ég skrifa á dalk (dálk)’, ‘Ég skrifa á næluna’ (bls.
20). En svo bætir hann um betur og giskar á að á ristunni kunni fremur að vera orð
um nælu úr fjórum tungumálum Skotlands á 10. öld (bls. 20-21): Öðrum megin nor-
ræna stilkr (2), en hinum megin gelíska delg, skosk breska cae og péttneska catit, car-
tit (3). Eins og höfundur viðurkennir fyrstur manna verður hvorug þessara ágiskana
sönnuð; þær em að mínum dómi jafn-ósannfærandi og þær em snjallar. Gallamir fel-
ast meðal annars í því að nefmælt a (<0 er óskýrt, einu sinni í fyrri túlkuninni og tvis-
var í þeirri síðari. Auk þess er gelíska orðið um nælu delg, með e en ekki a (sbr. hins
vegar norr. dalkr, fe. dalc, sem em sömu merkingar). Loks er lítið vitað um skoska
bresku (þótt að vísu sé velska í Wales „sama málið“) og enn minna um tungumál
Pétta, hinnar dularfullu þjóðar nyrst á Skotlandi. Á hinn bóginn, eins og getið er í neð-
anmálsgrein (bls. 22 nmgr. 26), minna síðustu fimm rúnimar á aðra rúnaristu sem
fannst á Conchan á Mön:
(4) ukikatxaukraþikr(i)t
hygg ek at ok ræð ek rétt (sbr. Um hafinnan, bls. 22 nmgr. 26)
Hvort sem áletruninni á Hunterston-nælunni lýkur á orðunum ek rétt, eins og virðist
standa á Manarristunni, eða ekki, þá er upphafið jafn-óljóst, enda ætti sá sem ræður
þessar rúnir að fá nóbelsverðlaunin í rúnafræðum.