Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 259
Ritdómar
257
5. „Arfur Kelta“ í íslensku og öðrum norrænum málum
Ófáir höfundar, lærðir sem leikir, hafa velt fyrir sér hlutdeild Kelta í máli og menningu
á íslandi. A meðal íslenskra fræðimanna sem leitað hafa að gelískum sagnaminnum í
fombókmenntum okkar eru Einar Ól. Sveinsson (t. d. 1945, 1959, 1962:19 o.áfr.),
Gísli Sigurðsson (1988) og Hermann Pálsson (t.d. 1952, 1953, 1964 og 1965). Til við-
bótar við fyrri skrif þess síðastnefnda ber sérstaklega að geta nýlegrar bókar hans Kelt-
ará íslandi (1997a), sem að efni skarast um margt við bók Helga Guðmundssonar sem
hér er til umræðu. Þrátt fyrir nafnið er í riti Hermanns Pálssonar einkum tekinn saman
fróðleikur um „uppruna og örlög þeirra landnámsmanna sem komu hingað vestan um
haf, hvort sem þeir voru af norrænu eða keltnesku bergi brotnir" (Hermann Pálsson
1997a: 11); að öðm leyti skal ekki fjölyrt um þetta rit hér.1 Þá hefur Kristján Ámason
(1981, 1987) rannsakað meint írsk áhrif á norræna bragarhætti og borið einkenni hend-
inga í dróttkvæðum hætti saman við írskt rím; þess má geta að í síðari greininni er ályk-
tað „að sú leið að rekja uppruna hendinganna til Irlands gæti orðið býsna þymum
stráð“ (Kristján Ámason 1987:67). Loks er að nefna athugun höfundar sjálfs á atriðum
í Kjalnesinga sögu sem hugsanlega era af keltneskum toga (Helgi Guðmundsson
1967), fyrir utan skrif hans um tökuorð sem áður var vísað til.
Nokkurri furðu gegnir að Helgi Guðmundsson hirðir lítt eða ekki um að marka sér
stað gagnvart öðram fræðimönnum sem fengist hafa við svipuð svið. Verður ekki ann-
að sagt en höfundur hafi látið sér kjörið tækifæri úr greipum ganga til að efna til vit-
rænnar umræðu á fræðasviði sínu. Þess í stað kýs hann að koma skoðunum sínum að
með óbeinum hætti, oft undir rós, til dæmis á bls. 296 nmgr. 1, þar sem er látið duga
að vitna í Hermann Pálsson (1970:118) um „þær fjölmörgu hliðstæður, sem fundnar
verða með írskum og íslenzkum bókmenntum að fomu, og [...] þann mikla vafa, sem
hlýtur að leika um niðurstöður af slíkum rannsóknum". Þetta þýðir í raun að Helgi
Guðmundson vísar á bug þeirri skoðun sem löngum hefur hefur notið alþýðuhylli hér
á landi og gengur aftur til dæmis hjá Gísla Sigurðssyni (1988) að gera sem mest úr
áhrifum frá írlandi á íslenska tungu og bókmenntir á kostnað norræna uppranans.2
Höfundi til málsbóta skal þó bent á að Hermann Pálsson gerir sig sekan um sams kon-
1 Þessi höfundur er raunar ekki einhamur í rannsóknum sínum á „framandlegum"
þáttum í íslenskri menningu því að hann hefur fyrir skömmu ritað aðra bók um þau
efni, að þessu sinni um fomar hugmyndir Islendinga um Sama (Hermann Pálsson
1997b).
2 Ur því að komið er út í þessa sálma má geta þess að á meðal íslenskra „alþýðu-
fræðimanna" sem hafa látið dæluna ganga um „arf Kelta“ á Islandi era Benedikt
Gíslason frá Hofteigi (1963), Árni Óla (1979) og Einar Pálsson (1981). Ekkert er
minnst á þá eða aðra slíka í riti Helga Guðmundssonar og kemur í sjálfu sér varla að
sök. Það hefði samt ekki verið óverjandi að segja kost og löst á hinni lífseigu „íra-
kenningu", sem virðist mega rekja til Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi og Einars
Benediktssonar, ef ekki enn lengra aftur (sbr. Gunnar Karlsson 1996:51 o.áfr.).