Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 260
258
Ritdómar
ar vanrækslusynd í áðurnefndri bók sinni, sem raunar er mun ágripskenndari en rit
Helga Guðmundssonar, og sleppir einnig að mestu leyti rökræðum við aðra fræði-
menn (sjá ummælin hjá Hermanni Pálssyni 1997a:12). En þar með verður þessi yfir-
sjón þó ekki að dyggð.
I umræðu um þau atriði sem hafa verið talin til marks um áhrif gelísku á íslenskt
mál gleymist oft hvers eðlis þau eru. Enginn hefur mér vitanlega sýnt fram á gelísk
áhrif á hljóð- og beygingakerfi íslenskunnar þótt ýmsir hafi slegið fram órökstuddum
hugmyndum í þá veru (t. d. Haugen 1970:68). Að því er snertir setningagerð hefur
einna helst komið til álita orðskipun í keltneskum málum þar sem sögnin ‘vera’ stend-
ur með forsetningarlið til að tjá dvalarmerkingu. Eftirfarandi dæmi er úr fomírsku
(sbr. Ó Corráin 1997:163):
(5) boi in drui occ airi na rind.
var drúídinn að skoðun stjamanna
‘Drúídinn var að skoða stjörnumar.’
Einar Ól. Sveinsson (1959:5 nmgr. 4, 1962:24) velti því fyrir sér hvort fomíslenska
orðalagið vera at at + nafnháttur, sem í nútímamáli er vera að + nafnháttur (sbr.
Hreinn Benediktsson 1976), ætti rót að rekja til fornírsku setningagerðarinnar sem
sýnd er í dæminu í (5). Til samanburðar mætti nefna margvísleg sérkenni í setninga-
gerð ensku sem töluð er á frlandi og að öllum líkindum má rekja til áhrifa úr írsku (sjá
t.d. Henry 1995; Leith 1997:171, 253). En engu slíku er hér til að dreifa. Orðalagið
vera at at + nafnháttur er ekki einskorðað við íslensku heldur kemur líka fyrir í vest-
umorsku og eldri færeysku (með forsetningunni at í norsku og at í færeysku). Þar með
virðist það vera vestumorrænt málfarseinkenni, og auk þess á það sér hliðstæðu í
mörgum öðrum málum (Sandpy 1986; Þórhallur Eyþórsson 1996:24-25). Á því
strandar tilgátan um gelískan uppmna þessa orðalags. Þar sem annað hefur ekki ver-
ið tínt til, eftir því sem ég veit best, má fullyrða að gelískra áhrifa sér hvergi stað í ís-
lenska málkerfinu — hvorki í hljóðkerfi, beygingum né setningagerð. Það mætti und-
arlegt heita ef keltneskir menn hefðu haft eins mikil áhrif hér og ofstækisfyllstu
„íraglóparnir" (sbr. Bjöm Þorsteinsson 1965b) vilja vera láta. Af ofansögðu blasir við
sú lítt æsilega niðurstaða að íslenska málkerfið ber öll merki norræns uppruna síns
(sbr. Hreinn Benediktsson 1964, Guðrún Þórhallsdóttir 1996) en gelísk ummerki í
málinu eru „yftrborðsleg“ og einskorðuð við tiltölulega lítinn hluta orðaforðans: töku-
orð, nöfn og ömefni. Og jafnvel þar er ekki allt sem sýnist, eins og kemur fram í bók
Helga Guðmundsonar.
I sjötta kafla eru rakin orð af gelískum uppmna í íslensku og öðrum norrænum
málum. Gelísku tökuorðin eru hér talin 46: í íslensku 32 orð, í færeysku 25, í norsku
11 og í sænsku eitt (bls. 164). Það er vitaskuld fremur lágt hlutfall af norrænum orða-
forða. Stutt greinargerð er um hvert orð og er framsetningin í líki skrár (bls. 127-160).
Vegna þess hversu klifað er á sams konar orðasamböndum („orðið hefur verið talið
gelískt“, „orðin koma saman að mynd og merkingu") verður lesningin nokkuð þreyt-
andi en vissulega er fengur að slíkri samantekt til fletta upp í. Þó hefði skráin orðið