Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Qupperneq 261
Ritdómar
259
enn betri ef höfundur hefði gert nánari grein fyrir vali sínu á því efni sem hann tekur
með og ekki síður á því sem hann sleppir.
Athyglisvert er að tíu af þessum 46 tökuorðum eru ekki gelísk að uppruna heldur
eru að öllum líkindum komin í gelísku úr latínu: bagall, bjannak, kapall, kellir, korki
2, lung, mallaki, sofn, soppur, þúst. Merking margra orðanna er á sviði landbúnaðar
(soj'n, þúst, korki, dunna, kapall, tarfur, drundur, blak, petti) og selveiða (gassi, grúk-
ur, lámur/lámi, mákur/máki), og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Sama er að segja um
þá staðreynd að nokkur orðin eru um áhöld eða hluti (gassi, koran, grésjárn og tré-
köttur, sem raunar er óljóst hvort er tökuorð) og klæði (brekán, kellir, gaddan, korki).
Fáein orð eru um líkamshluta, fleiri þó á sel en mannskepnunni: lámur/lámi, mák-
ur/máki, kjanni, grúkur, sklokr. Fjögur orð snerta trúarbrögð: bagall, mallaki (ef það
er þá tökuorð, sbr. bls. 148 nmgr. 51), díar og bjannak; þar af koma tvö þau síðast-
nefndu fyrir í sama texta, Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar. Annars staðar kemur
fram hjátrú, til dæmis í orðinu kjallámur og orðasambandinu að verða að gjalti, og er
þar vafalaust oft um vamaðarorð að ræða.
Hafa ber í huga að mörg orðanna em mállýskubundin með takmarkaða útbreiðslu
og aðeins varðveitt um þau örfá dæmi í fomu máli. Atta orð af þeim 32 sem hér em
talin í íslensku em stakorð: bjannak, dini, dunna, korki 1, sklokr, tréköttur, og senni-
lega grésjárn og kellir. Oefað em einhver tökuorð týnd, ekki síst í málum sem litlar
heimildir era um. Þótt flest tökuorð séu í íslensku stafar það sjálfsagt af þeirri einföldu
ástæðu að um hana eru mestar heimildir. Með hliðsjón af því er skynsamleg sú ágisk-
un höfundar að í fomfæreysku hafi verið fleiri tökuorð úr gelísku en í fomíslensku.
Gagnlegt yfirlit um útbreiðslu orðanna er að finna á bls. 165. í ljós kemur að helm-
ingur þeirra, 23 af 46 orðum, er til í tveim málum. Þau orð sem aðeins er að finna í
einu af þessum málum eru flest í íslensku (14) en meira en helmingi færri eru í
færeysku (6). I norsku em talin tvö orð og í norrænu í Orkneyjum og á Katanesi eitt
orð í hvora máli. Að því er snertir aldur þessara tökuorða í norrænum málum verður
ekki séð að neitt leyfi nákvæmari tímasetningu en svo að þau hafi getað verið tekin
upp á öllu tímabilinu 850 til 1100. Þó má í einstaka tilviki ætla að orð sé ekki gamalt
í norrænu, til dæmis sklokr sem kemur fyrir í 13. aldar riti (sjá einnig Helga Guð-
mundsson 1960). Eins og höfundur bendir á (bls. 168) mætti ætla að klasinn skl- hefði
einfaldast í sl- ef orðið hefði geymst lengi í norrænu.
Höfundur varpar fram þeirri spumingu hvort hugsanlegt sé að einmitt sömu, fáu
orðin hafi verið tekin úr gelísku víðar en á einum stað. Svarið er að það væri merki-
leg tilviljun og ósennileg. Það væri þá aðeins að þessi orð væru af sérstöku merking-
arsviði sem hefði verið sérstaklega nákomið gelískumælandi mönnum, til dæmis orð
tengd einhverjum störfum sem írskir og skoskir menn fengust einkum við eða kunnu
öðmm fremur til verka á. Af athugun á merkingarsviði orðanna verður ekki ráðið að
því sé þannig farið. Þar af leiðandi skal hér fallist á þá skýringu höfundar að orðin séu
tekin úr norrænu á einu svæði og hafi borist þaðan (bls. 166). Það svæði finnur höf-
undur í byggðum norrænna manna fyrir vestan haf, einkum á Skotlandi og í Suður-
eyjum. Það kemur vel heim við það að sum orðin verða frekar rakin til skosk-gelísku
en írsku.