Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 266
264
Ritdómar
mikið framlag til rannsókna á Orkneyinga sögu og hafa einnig gildi í víðara samhengi
til skilningsauka á þeim jarðvegi sem íslensk sagnaritun er sprottin úr. Einkar forvitni-
legur er vitnisburður um þekkingu á fomsögum sem kemur fram í rúnaristum í Maes-
howe (Orkahaugi) í Orkneyjum og fjallað er um á bls. 290-293. Á sínum tíma taldi
Hermann Pálsson (1970:49-54) sig hafa fundið höfund einnar ristunnar en Helgi
Guðmundsson blandar sér ekki í þann leik.
Eins og fyrr segir vísar höfundur á bug því einfeldningslega viðhorfi að gera meira
en efni standa til úr „arfi Kelta“ í íslenskri tungu og bókmenntum á kostnað norræna
upprunans. Það er þess virði að tilfæra í heild orð sem hann lætur falla á bls. 296:
Um keltneskt efni f íslenzkum fomritum hefur fjölmargt verið skrifað. í fæst-
um tilvikum er hægt að vita, hvaðan slíkt efni hefði átt að berast eða hvenær.
Þótt áþekkt efni finnist í íslenzkum og írskum ritum, er þar með ekki sannað,
að efnið sé komið vestan um haf. Bækur vom ritaðar af lærðum mönnum. Þeir
kunnu latínu og höfðu lesið bækur á latínu. I ritum sínum studdust þeir eink-
um við bækur. Ef eitthvert óskrifað keltneskt efni var til á íslandi, sem er held-
ur ósennilegt, em litlar líkur til, að það hafi komizt á bók.
Höfundur þvertekur þó ekki með öllu fyrir að um einhver áhrif geti verið að ræða og
setur sjálfur fram tilgátu um tengsl Orkneyinga sögu við írskt fornrit, Cath Maige
Mucrama (bls. 215). En annars kemur fram heilbrigð vantrú á bein írsk áhrif á íslensk-
ar fornbókmenntir en gert ráð fyrir óbeinum áhrifum sagnaminna sem hafi borist með
norrænum mönnum vestan um haf. I þeim anda er til að mynda umfjöllunin um Lax-
dælu og fátt talið benda til þess að höfundur hennar hafi haft aðgang að vestrænu efni
sem geymst hafi á fslandi frá landnámsöld þrátt fyrir áhuga hans á slíku (bls. 313).
Velt er vöngum yfir því hvort Melkorka hafi verið búin til upp úr ömefni — eða öf-
ugt — en þó ekki gengið svo langt að halda því fram „að höfundur sögunnar hafi val-
ið svo veglegri söguhetju nafn eftir blásnum mel“ (Kristín Geirsdóttir 1979:30). í
kafla um Rígsþulu hafnar Helgi Guðmundsson þeirri skoðun sem oft hefur verið hald-
ið fram að þetta eddukvæði hafi verið ort fyrir vestan haf. „Ef allt er talið vestrænt,
sem hægt er, er kvæðið nokkuð keltneskulegt. En allt þetta má einnig túlka á annan
veg eða aðra vegu“ (bls. 318). Hér sem víða annars staðar í ritinu hefði lesandi kosið
að sjá beinskeyttari skoðanaskipti við aðra fræðimenn sem fengist hafa við svipuð
viðfangsefni, stundum af meira kappi en forsjá. Þrátt fyrir stranga efahyggju sums
staðar fer höfundur raunar sjálfur offari í skýringagleði sinni annars staðar, til dæmis
þegar hann stingur upp á því að nafnið Rígr, sem þulan heitir eftir, sé dönsk mynd af
lýsingarorðinu ríkr fremur en að það sé dregið af nafnorðinu rígr ‘stirðleiki, þræta’
(bls. 316). Þótt þar sé að minni hyggju leitað langt yfir skammt er á hinn bóginn hægt
að fallast á þá skoðun höfundar að Rígr sé tæpast gelískrar ættar.
Að lokum skal lýst aðáun á hugmyndaauðgi Helga Guðmundsonar í þeirri viðleitni
að tengja íslenskt miðaldasamfélag við menningarstrauma í Evrópu. Ein af perlunum
í bókinni er tilgáta sem sett er fram í tíunda kafla um að Sæmundur Sigfússon
(1056-1133) hafi stundað nám í menntasetrinu Angers í Anjou í Frakklandi og þar
með verið í snertingu við hámenningu 11. aldar (bls. 332-333). Það kemur á daginn