Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 271
Ritfregnir
Tvær íslenskar doktorsritgerðir
Þórhallur Eyþórsson. 1995. Verbal Syntax in the Early Germanic Languages. Dokt-
orsritgerð. Department of Modem Languages and Linguistics, Comell Uni-
versity, Ithaca.
Jóhannes Gísli Jónsson. 1996. Clausal Architecture and Case in Icelandic. Depart-
ment of Linguistics, University of Massachusetts, Amherst.
Eins og flestum er kunnugt fást málfræðingar við margvísleg efni og beita ólíkum að-
ferðum við rannsóknir sínar. Sumir fást einkum við söguleg efni, aðrir samtímaleg.
Sumir leggja mest kapp á að safna mállegum gögnum og lýsa þeim, aðrir reyna að
þróa kenningar um eðli mannlegs máls og prófa þær.
Því er stundum haldið fram að ýmsir kenningasmiðir í málvísindum viti of lítið um
málsögu og sögulega málfræði og það gæti verið lærdómsrikt fyrir þá að kynna sér
þetta svið. Aðrir segja að ýmsir þeir sem fást við sögulega málfræði hafi of lítið veð-
ur af málvísindalegum kenningum og þeir gætu haft gagn af því í rannsóknum sínum
að gefa þeim meiri gaum. Það er áreiðanlega nokkuð til í þessu hvoru tveggja. Þess
vegna hafa margir látið í ljós þá ósk á undanfömum árum og áratugum að fleiri mál-
fræðingar tækju þátt í að brúa það bil sem sumum þykir stundum gæta milli sögulegra
málfræðinga og samtímalegra kenningasmiða.
Segja má að doktorsritgerð Þórhalls Eyþórssonar sé mikilvægur þáttur í þessari
brúarsmíði. I henni leitast Þórhallur við að skýra ákveðna þætti í þróun orðaraðar í
germönskum málum með því að beita aðferðum kennilegrar eða teoretískrar setninga-
fræði. Nánar tiltekið fæst hann við efni úr gotnesku, frumnorrænar rúnaáletranir, fom-
íslensku, fomensku, fomháþýsku og fomsaxnesku. I ritgerðinni færir Þórhallur rök að
því að ýmis einkenni á orðaröð í germönskum nútímamálum megi þegar ftnna í elstu
heimildum um germönsk mál, þ. e. í gotnesku biblíuþýðingunni og í frumnorrænum
rúnaáletrunum, en margir hafa talið þessi einkenni miklu yngri (sbr. grein Þórhalls í
þessu hefti Islensks máls). I þessari glímu nýtur Þórhallur undirstöðu sinnar í hefð-
bundinni sögulegri germanskri málfræði og þekkingar og þjálfunar í nútímalegri setn-
ingafræði, enda stundaði hann háskólanám bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. I
doktorsnefndinni voru Jay Jasanoff, formaður, Alan Nussbaum og Wayne Harbert.
Doktorsritgerð Jóhannesar Gísla Jónssonar fjallar að hluta til um skylt efni þótt
sjónarhornið sé samtímalegt en ekki sögulegt. Eitt fyrirferðarmesta viðfangsefni í
germanskri setningafræði undanfarin ár er könnun á því hvaða þættir setningagerðar-
íslenskt mál 19-20 (1997-98), 269-285. © 1999 íslenska málfrœöifélagið, Reykjavík.