Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 272
270 Ritfregnir
innar eru germönskum málum sameiginlegir og hverjir eru mismunandi. íslenska hef-
ur verið býsna fyrirferðarmikil í þeirri fræðilegu umræðu sem hefur farið fram um
þetta. Það stafar m. a. af því að íslenska er að ýmsu leyti tiltölulega fornlegt mál mið-
að við nágrannamálin. Vegna þess að hún hefur varðveitt ríkulega sagnbeygingu og
fallbeygingu til dæmis, er hægt að skoða ýmsa þætti setningagerðar á annan hátt en í
þeim nágrannamálum sem hafa fátæklegra beygingakerfi.
I ritgerð sinni stingur Jóhannes Gísli sér á kaf í þessa fræðilegu umræðu og kann-
ar hvaða ályktanir megi draga um ýmis fræðileg álitamál með því að skoða íslenskt
efni. I umfjöllun sinni rekur hann nokkuð ítarlega nýlegar kenningar um germanska
og íslenska setningagerð og ræðir þær á gagnrýninn hátt. I þessari umræðu fjallar
hann m. a. um stöðu sagnar og andlags. Þar gerir hann til dæmis ítarlegri grein en aðr-
ir hafa gert fyrir svokölluðum neikvæðum andlögum (eins og ekkert, enga bók), en
þau hafa nokkuð aðra dreifingu en önnur andlög. Eiríkur Rögnvaldsson mun hafa ver-
ið fyrstur til að fjalla um þetta fyrirbæri í íslensku á skipulegan hátt, eins og Jóhann-
es Gísli bendir á, en það má sýna rneð dæmum á borð við þessi (andlögin eru hér feit-
letruð):
(1) a. Jón hefur lesið þessa bók.
b. *Jón hefur þessa bók lesið.
(2) a. *Jón hefur lesið enga bók.
b. Jón hefur enga bók lesið.
Venjulegum andlögum eins og þessa bók er eiginlegt að fara á eftir aðalsögninni í
dæntum af gerð (1) en þessu er öðruvísi farið með neikvæð andlög eins og (2) sýnir.
Jóhannes Gísli nýtir þessa staðreynd til að færa rök fyrir tiltekinni formgerð fyrir ís-
lenskar setningar.
Annað meginviðfangsefni Jóhannesar Gísla er fallmörkun og samspil hennar við
setningagerð, en það efni hefur setningafræðingum lengi þótt forvitnilegt. I þessari
umræðu ber Jóhannes íslensku saman við skyld og óskyld mál, svo sem þýsku og
kóresku.
Af lestri þessarar doktorsritgerðar má fá mjög góða hugmynd um fræðilega um-
ræðu í germanskri setningafræði á undanfömum áratugum og hvaða ljósi íslenskt efni
getur varpað á þau viðfangsefni sem þar hafa verið á dagskrá. Um leið nýtast kenn-
ingamar til þess að draga nýtt íslenkt efni fram í dagsljósið. Þannig þarf það að vera.
I doktorsnefndinni voru Hagit Borer, formaður, Kyle Johnson, Höskuldur Þráinsson
og Chisato Kitagawa.
Nokkrar nýlegar doktorsritgerðir við bandaríska háskóla þar sem íslenska
kemur við sögu
Charles David Reiss. 1994. A Theory of Assimilation with Special Reference to Old
Icelandic Phonology. Doktorsritgerð, Department of Linguistics, Harvard Uni-
versity, Cambridge, Massachusetts.