Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 274
272 Ritfregnir
mál sem megináherslan hvílir á. Það er í samræmi við vaxandi áhuga á samtímalegri
samanburðarmálfræði.
Ef litið er á doktorsritgerðir frá sl. fimm árum (1994—1998) má fyrst nefna doktors-
ritgerð Charles Reiss við Harvardháskóla, A Theory of Assimilation with Special
Reference to Old Icelandic Plionology. Hún fjallar eins og nafnið bendir til um sam-
laganir í hljóðkerfisfræði. f þeirri umfjöllun gegnir efni úr íslenskri hljóðsögu lykil-
hlutverki, nánar tiltekið dæmi á borð við þessi:
(3) stofn-end.: samlögun: ekki samiögun: brottfall:
a. sel-r, vin-r selr, vinr
b. fúl-r, stein-r fúll, steinn
c. gamal-r, himin-r gamall, himinn
d. full-r, sann-r fullr, sannr
e. fugl-r, vagn-r fugl, vagn
Reiss notfærir sér kenningar um atkvæðagerð til þess að skýra þann mun sem hér
kemur fram, auk þess sem hann fjallar um ýmis dæmi áhrifsbreytinga sem geta skekkt
myndina. í doktorsnefndinni voru Mark Hale, formaður, og Höskuldur Þráinsson. Rit-
gerðina má fá hjá UMI Dissertation Services í Ann Arbor í Michigan.
Meginviðfangsefni Bernhards Rohrbacher í doktorsritgerð sinni við University
of Massachusetts, The Germanic VO-languages and the Full Paradigm: A Theory of
V to I Raising, er sá munur sem fram kemur í germönskum VO-málum (þ. e. málum
þar sem andlagið fer á eftir sögninni) á orðaröð í aukasetningum. Þessi munur kemur
t. d. fram ef íslenska er borin saman við sænsku:
(4) a. Jón spurði hvort María læsi ekki bækur.
b. Jens frágade om Maria inte laste böcker.
í íslensku er sama röð á persónubeygðri sögn og miðlægum atviksorðum á borð við
neitun hvort sem um er að ræða aðalsetningu eða aukasetningu eins og (4a). í báðum
tilvikum fer sögnin á undan atviksorðinu. í sænsku fer atviksorð af þessu tagi hins
vegar á undan sögninni í aukasetningum, eins og sýnt er í (4b). Þessum mun er gjama
lýst svo í samtímalegri setningafræði að segja að persónubeygða sögnin færist fram-
fyrir atviksorðið í íslenskum aukasetningum en ekki í sænskum aukasetningum. Nú er
það svo að forníslenska og fomsænska voru líkar fslensku að þessu leyti. Sænska
aukasetningarorðaröðin virðist því vera nýjung, en danska og norska hegða sér eins
og sænska að þessu leyti (sjá t. d. grein Vikners í þessu hefti af íslensku máli). Annað
sem greinir fomíslensku, fomsænsku og nútímaíslensku frá nútímasænsku, dönsku og
norsku er sagnbeygingin. Fyrrtöldu málin hafa ríkulega sagnbeygingu (þ.e. samræmi
frumlags og sagnar í persónu og tölu) en þau síðartöldu ekki. Þess vegna hafa menn
leitast við að tengja þessa breytingu á orðaröð sem orðið hefur í norrænu meginlands-
málunum við einföldun sagnbeyginganna. Vandinn er hins vegar sá hvemig megi skil-
greina „ríkulega sagnbeygingu" á réttan hátt. Rohrbacher setur fram nýja kenningu