Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 275
273
Ritfregnir
um það í ritgerð sinni (og aftur má vísa í grein Vikners í þessu hefti um nánari útlist-
un á því). I doktorsnefndinni voru Margaret Speas, formaður, Hagit Borer, James
Cathey og Angelika Kratzer.
Nafnið á doktorsritgerð Madelyn Kissock við Harvardháskóla, Reflexive-Middle
Constructions and Verb Raising in Telugu, gefur enga vísbendingu um að íslenska
komi þar við sögu. Viðfangsefni hennar er fyrst og fremst setningafræði og orðmynd-
unarfræði svokallaðra miðmyndarsagna í telúgú, en það mál er talað á Indlandsskaga
eins og lesendum er kannski kunnugt. Meginviðfangseíhið er að leita skýringar á þeirri
staðreynd að í mörgum tungumálum hefur tiltekið form sagna þrenns konar merkingu,
þó gjama þannig að ein merkingin er ríkjandi í hverri sögn. Þetta má skýra með dæm-
um af íslenskum .ví-sögnum:
(5) afturbeygð merking: þolmyndarmerking: miðmyndarmerking:
Jón settls/. Jón gróf'ví undir skriðunni. Dymar opnuðus/.
Merkingarflokkurinn miðmyndarmerking (e. middle) er kannski ókunnuglegur fyrir
einhverja lesendur því oft eru allar .vt-sagnir nefndar miðmyndarsagnir á íslensku.
Hér er hins vegar átt við merkingarflokk áhrifslausra sagna þar sem frumlagið er yf-
irleitt ekki gerandi heldur táknar fremur eitthvað sem hreyfist eða flyst úr stað til
dæmis og oft er til samsvarandi áhrifssögn þar sem andlagið hefur þetta sama merk-
ingarhlutverk (sbr. Jón opnaði dyrnar). Sagnir af þessu tagi eru líka stundum nefnd-
ar þolfallsleysissagnir (e. unaccusative verbs). Svokallaðar afturbeygðar sagnir í
frönsku falla í svipaða merkingarflokka og íslenskar .vf-sagnir (sbr. se couper ‘skera
sig’ (afturbeygð merking), se cultiver ‘vera ræktaður’ (þolmyndarmerking), s’oublier
‘gleymast’ (miðmyndarmerking) og Kissock sýnir fram á að tiltekið sagnform í telúgú
hefur líka svipaðar merkingar. Þótt megináherslan sé síðan á telúgú, er efni úr ís-
lensku, frönsku og fleiri málum tekið með til samanburðar til þess að prófa þá kenn-
ingu sem sett er fram um setningafræðilega afleiðslu þeirra sagnmynda sem hér um
ræðir. í doktorsnefndinni voru Mark Hale, formaður, og Höskuldur Þráinsson.
í doktorsritgerð sinni við MIT, Morphosyntax: The Syntax of Verbal Inflection,
fjallar Jonathan Bobaljik m.a. um svipað efni og Rohrbacher, þ.e. sagnfærslu.
Hann einskorðar umfjöllun sína þó ekki við germönsk VO-mál heldur víkur líka að
þýsku og írsku til dæmis. Andlagsfærsla gegnir líka mikilvægu hlutverki í ritgerð
Bobaljiks. Meginþemað er sambandið milli setningagerðar og beyginga (þar af heit-
ið morphosyntax). Þótt Bobaljik styðjist í aðalatriðum við það formgerðarkerfi
sem stundum er kennt við Pollock (þ. e. samsettan eða klofinn beygingarlið), legg-
ur hann sérstaka áherslu á að kanna samspil þess við beygingakerfið. Að því leyti er
hann á svipuðum slóðum og Rohrbacher. Aðferðafræði hans er þó önnur en
Rohrbachers og hann hafnar þeirri lausn sem Rohrbacher setti fram. Auk þess vill
hann skýra fleira en sagnfærsluna eina með skírskotun til beygingakerfisins, m. a.
þann mun sem fram kemur á íslensku og norrænu meginlandsmálunum að því er
varðar andlagsfærslu: