Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Síða 276
274
Ritfregnir
(6) a. Ég las ekki bókina.
b. Ég las bókina ekki.
c. Jag laste inte boken.
d. Jag laste boken inte.
I doktorsnefndinni voru Noam Chomsky, formaður, og David Pesetsky. MIT Working
Papers in Linguistics dreifir ritgerðinni.
Önnur doktorsritgerð frá sama tíma við MIT er ritgerð Heidi Harley, Subjects,
Events and Licensing. Eins og nafnið bendir til er viðfangsefni Harley annað en
Bobaljiks. Harley er fyrst og fremst að velta fyrir sér þeim málfræðilegu eiginleikum
sem frumlög eru yfirleitt talin hafa. Sumir af þessum dæmigerðu eiginleikum tengjast
formgerð setninga, þ. e. setningarlegri stöðu frumlagsins: Hvað er hin dæmigerða
frumlagsstaða? Aðrir tengjast merkingarhlutverkum eins og gerandi t. d. I þriðja
lagi er tiltekið fall yfirleitt einkennandi fyrir frumlag, t. d. nefnifall (og þá eitthvert
aukafall fyrir andlag). Harley bendir á að þessir eiginleikar eru býsna mismunandi í
eðli sínu og því er ekki gefið að þeir hljóti að fylgjast að. Þess vegna þykir henni ekki
síst forvitnilegt að kanna dæmi um frumlög þar sem hinir dæmigerðu frumlagseigin-
leikar fara ekki saman. Meðal slíkra dæma eru setningar þar sem frumlagið virðist
vera í aukafalli (t. d. þágufalli) en andlagið í nefnifalli. Slíkar setningar koma fyrir í
ýmsum málum, m. a. í íslensku:
(7) Karli hefur ekki líkað þessi yfirgangur.
Vegna þessa kemur íslenska nokkuð við sögu í ritgerð Harley, en annars er þar vikið að
allmörgum tungumálum, svo sem fornírsku, írsku, tagalog, ensku, japönsku,
georgísku, kannada o. fl. í doktorsnefndinni voru Alec Marantz, Kenneth Hale, Shigeru
Miyagawa og David Pesetsky. MIT Working Papers in Linguistics dreifir ritgerðinni.
Doktorsritgerð Dianne Jonas við Harvardháskóla, Clause Structure and Verb Syn-
tax in Scandinavian and English, fjallar um efni sem er að hluta skylt þvf sem
Bobaljik fæst við í sinni ritgerð. I ritgerð Jonas er íslenska og önnur norræn mál þó
ennþá meira í brennidepli en hjá Bobaljik. Sérstaklega má nefna það að Jonas fjallar
meira um færeysku en aðrir höfðu gert í þessu sambandi. Meðal þess sem hún komst
að var það að ýmsir Færeyingar töldu setningar með sagnfærslu í aukasetningum tæk-
ar, en Rohrbacher hafði t. d. gengið út frá því í áðumefndri doktorsritgerð að svo væri
ekki og miðað kenningu sína við það. Hann studdist hins vegar fyrst og fremst við það
sem aðrir höfðu skrifað um færeysku en Jonas fór í efnissöfnunarleiðangra til Fær-
eyja. Meðal dæma sem hún prófaði eru þessi:
(8) a. Eg spurdi, hvf Jógvan hevði ikki lisið bókina.
b. Eg spurdi, hví Jógvan ikki hevði lisið bókina.
Jonas færir rök að því í sinni ritgerð að það sé mállýskumunur í færeysku að því er
varðar setningar af þessu tagi, þar sem sumir Færeyingar telji (8a) ótæka setningu en
aðrir ekki og bendir á að hliðstæður munur komi fram hjá færeyskum rithöfundum.