Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 277
Ritfregnir 275
Hún freistar þess síðan að tengja þennan mun við önnur atriði í færeyskri setninga-
gerð, svo sem það hvort málhafar sætti sig við svokallaðar leppsetningar með áhrifs-
sögnum eða ekki:
(9) Tað bygdu nógvir íslendingar hús í Havn.
Færeyska er síðan borin saman við íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmál-
in hins vegar og því haldið fram að hún sé að hluta til lík íslensku og að hluta til nor-
rænu meginlandsmálunum. Setningagerð norrænna mála er síðan borin saman við
setningagerð ensku. Niðurstaðan er sú að formgerð setninga sé að vísu nánast hin
sama í þessum málum en þau geti ekki öll nýtt sér hana á sama hátt, ef svo má segja.
Þess vegna séu sumar setningagerðir aðeins tækar í íslensku, eða þá í íslensku og fær-
eysku 1, en ótækar í hinum málunum. í doktorsnefndinni voru Höskuldur Þráinsson,
formaður, Samuel D. Epstein og Noam Chomsky.
Doktorsritgerð Soo-Yeon Kim við Harvardháskóla, Dependencies: A Study of
Anaphoricity and Scrambling, fjallar mest um kóresku, en það er móðurmál hennar.
Meginviðfangsefnið er athugun á því hvaða áhrif ýmis tilbrigði í orðaröð hafi á notk-
un fomafna og skyldra fyrirbæra. Eitt af því sem þar kemur við sögu er valfrelsi og
mismunandi gæði málfræðilega tækra setninga, en formlegar kenningar um setninga-
gerð hafa löngum átt erfitt með að gera grein fyrir slíku. í umfjöllun sinni um það efni
nýtir Kim sér ýmis hugtök úr hlutverkamálfræði eða fúnksjónalisma. íslenska kemur
einkum við sögu sem prófsteinn á kenningar um langdræga afturbeygingu af því tagi
sem hér er sýnt dæmi um (vísar eru notaðir hér til að sýna hvar samvísun getur átt sér
stað og hvar ekki):
(10) Jónj sagði Haraldij [ að María elskaði sig^.j ]
Eins og hér er sýnt getur afturbeygða fomafnið sig í aukasetningunni verið sam-
vísandi við frumlagið Jón í aðalsetningunni en ekki við andlagið Haraldi í þeirri setn-
ingu. Langdræg afturbeyging lík þeirri sem hér er sýnd (þ. e. vísun afturbeygðs for-
nafns út fyrir þá setningu sem það er í) er líka til í kóresku og japönsku til dæmis og
þess vegna gegnir samanburðurinn við íslensku mikilvægu hlutverki fyrir Kim. í
doktorsnefndinni voru Susumu Kuno, formaður, Höskuldur Þráinsson og Samuel D.
Epstein.
Það er alkunna að sumir málfræðingar hafa meiri áhuga á formlegri málfræði og
formlegri framsetningu reglna en aðrir. Doktorsritgerð Scotts Ferguson við Harvard-
háskóla, A Feature-Relativized Shortest Move Requirement, er gott dæmi um ritgerð
þar sem megináherslan er á formlegum skilgreiningum og kenningum, enda er tölvu-
málfræði eitt aðaláhugamál Fergusons. Það sem Ferguson er einkum að glíma við er
skilgreining á því hvenær megi flytja setningarliði til innan setninga og hvemig þeir
liðir séu „valdir“. Hvenær er t. d. hægt að flytja einn lið yfir annan? Hvemig stendur
t. d. á þeim mun sem fram kemur á andlagsfærslunum í (11) og (12):
(1 l)a. Jón las ekki þessa bók.
b. Jón las þessa bók ekki.