Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 278
276
Ritfregnir
(12) a. Jón hefur ekki lesið þessa bók.
b. *Jón hefur þessa bók ekki lesið.
Hér er augljóslega auðveldara að flytja andlagið framfyrir neitunina í (1 lb) en í (12b).
Skýring á þessu fyrirbæri er meðal þess sem Ferguson glímir við í ritgerðinni og beit-
ir til þess aðferðum formlegrar setningafræði. Islenska kemur talsvert við sögu í þess-
ari umræðu þótt ekki sé síður fengist við ensku til dæmis. í doktorsnefndinni voru
Samuel D. Epstein, formaður, Höskuldur Þráinsson og John Frampton.
Geoffrey Poole er á svipuðum slóðum í ritgerð sinni við Harvardháskóla, Trans-
formations Across Components. Líkt og Ferguson er Poole að glíma við ýmis tilbrigði
í orðaröð. Meginmarkmið hans er hins vegar að reyna að komast að því hvenær sé við
hæfi að lýsa slíkum tilbrigðum með setningafræðilegum færslureglum og hvenær sé
eðlilegra að líta svo á að um sé að ræða yfirborðskenndara fyrirbæri sem eðlilegra sé
að lýsa með tilvísun til hljóðfræði eða hljóðkerfis (framburðar). íslenska kemur all-
víða við sögu í þessari umræðu, ekki síst svonefnd stílfærsla sem hér er sýnt dæmi um
(þetta dæmi á rót sína að rekja til greinar eftir Jóhannes Gísla Jónsson, en annars var
það Joan Maling sem fyrst fjallaði um stílfærslu í íslensku með aðferðum nútímalegr-
ar setningafræði:
(13) a. Þetta er maður [sem hefur leikið níutíu leiki]
b. Þetta er maður [sem leikið hefur níutíu leiki]
Setningum á borð við (13b) er gjama lýst svo að þar sé tiltekinn liður (hér leikið)
færður fremst í setninguna og það er þessi færsla sem hefur verið nefnd stflfærsla.
Meginhugmynd Pooles er að þessi færsla sé ekki knúin af neinni djúpri setningafræði-
legri nauðsyn heldur sé þetta „hljóðkerfisleg færsla" (e. phonological transformation)
og þar með óháð þeim lögmálum sem setningafræðilegar færslur lúta, svo sem ýms-
um „spamaðarlögmálum" (e. economy conditions). Fleiri formgerðir eru ræddar í rit-
gerðinni og þess freistað að skilgreina rnuninn á setningafræðilegum færslum, sem
lúta setningafræðilegum lögmálum, og yfirborðslegum færslum sem eru skyldari
hljóðkerfisreglum eða framburðarreglum. í doktorsnefndinni voru Samuel D. Epstein,
formaður, og Noam Chomsky.
Heitið á doktorsritgerð Lynn Nichols við Harvardháskóla, Topics in Zuni Syntax,
bendir nú ekki beinlínis til þess að þar geti íslenska komið mikið við sögu. Zuni er
amerískt indíánamál talað í suðvesturhluta Bandaríkjanna (New Mexico) og alls
óskylt íslensku. En hér koma aðferðir samtímalegrar samanburðarmálfræði enn við
sögu og Nichols lætur sér ekki nægja að lýsa setningagerðinni í zuni heldur reynir
jafnframt að setja fram skýringartilgátur sem nauðsynlegt er að prófa á öðrum málum,
jafnt skyldum sem óskyldum. Meðal mála sem standa zuni nærri og Nichols tekur til
samanburðar má nefna tiwa, og auk þess tekur Nichols dæmi af o’odham (eða papa-
go), sem einnig er amerískt indíánamál. Af málum óskyldum og fjarlægum zuni má
nefna þá mállýsku af ensku sem töluð er í Belfast á írlandi og íslensku. íslenska kem-
ur einkum við sögu í tengslum við fallmörkun með ólíkum gerðum sagna, en einnig í
sambandi við þolmynd og ópersónulegar setningagerðir: