Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 279
Ritfregnir 277
(14) a. Skipstjórinn sökkti skipinu.
b. Skipinu (þgf.) var sökkt.
(15) a. Brimið braut bátana í spón.
b. Bátana (þf.) braut í spón.
(16) a. Við (nf.) þurftum vinnu.
b. Okkur (þf.) vantaði vinnu.
(17) a. Einhver lamdi mig (þf.) á leikvellinum.
b. Eg (þf.) var lamin á leikvellinum.
c. Það var lamið mig (þf.) á leikvellinum.
Síðasta dæmið er svokölluð „ný þolmynd" sem Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Mal-
ing hafa verið að skoða í íslensku. Eins og sjá má af þessum dæmum er Nichols m. a.
að fást við svipaða hluti og Harley í áðumefndri doktorsritgerð, þ. e. tengsl fallmörk-
unar, setningarhlutverks og merkingarhlutverks nafnliða. Af samanburði við íslensku
dregur Nichols m. a. þá ályktun að nafnliðir í aukafalli sem virðast standa í stöðu
frumlags í zuni séu í raun andlög, en nafnliðir í aukafalli sem virðast standa í stöðu
frumlags í íslensku séu í raun frumlög (í samræmi við það sem flestir setningafræð-
ingar hafa talið sl. 25 ár eða lengur). Hér er því enn eitt dæini þess að samanburður
við óskyld mál geti varpað ljósi á tiltekin viðfangsefni. í doktorsnefndinni voru Kenn-
eth Hale, formaður, Alec Marantz, Höskuldur Þráinsson og Susumu Kuno.
Tvær bækur um germanska og norræna setningafræði
Sten Vikner. 1995. Verb Movement and Expletive Subjects in the Germanic Lan-
guages. Oxford University Press, Oxford.
Anders Holmberg og Christer Platzack. 1995. The Role oflnflection in Scandinavian
Syntax. Oxford University Press, Oxford.
Fljótt á litið eiga þessar bækur margt sameiginlegt. Báðar eru gefnar út í ritröðinni
Oxford Studies in Comparative Syntax (ritstjóri ritraðarinnar er Richard Kayne). Báð-
ar eru á vissan hátt afrakstur rannsóknasamvinnu norrænna og germanskra setninga-
fræðinga undanfama áratugi. Höfundamir eru allir Norðurlandabúar og þeir styðjast
við svipað kenningakerfi eða aðferðafræði, þ. e. í aðalatriðum það kenningakerfi sem
kennt hefur verið við stjómun og bindingu (e. government and binding, GB) innan
ramma þeirrar aðferðafræði sem kennd er við lögmál og færibreytur (e. principles and
parameters, P&P). I öllum bókunum er samanburður á setningafræði norrænna mála
talsvert fyrirferðarmikill, þótt bók Vikners fjalli líka um önnur germönsk mál eins og
nafnið bendir til.
Þegar nánar er að gáð, eru efnistökin í þessum tveim bókum þó býsna ólík. Bók
Vikners, sem reyndar er unnin upp úr doktorsritgerð hans við Genfarháskóla árið