Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 281
Ritfregnir 279
Studies in Comparative Germanic Syntax. Ritstjórar Hubert Haider, Susan Olsen og
Sten Vikner. Kluwer, Dordrecht, 1995.
Studies in Comparative Germanic Syntax II. Ritstjórar Höskuldur Þráinsson, Samuel
David Epstein og Steve Peter. Kluwer, Dordrecht, 1996.
The Nordic Languages and Modern Linguistics 9. Ritstjórar Kjartan G. Ottósson,
Ruth V. Fjeld og Ame Torp. Novus, Osló, 1996.
Parameters of Morphosyntactic Cliange. Ritstjórar Ans van Kemenade og Nigel
Vincent. Cambridge University Press, Cambridge, 1997.
Atomism and Binding. Ritstjórar Hans Bennis, Pierre Pica og Johan Rooryck. Foris,
Dordrecht, 1997.
BUCLD 21. Proceedings of the 21st Annual Boston University Conference on Langu-
age Development. Cascadilla Press, 1997.
Islensk fræöi í fortíð, nútíð og framtíð. Ritstjóri Brynhildur Þórarinsdóttir. Mímir,
Reykjavík, 1997.
Milli himins og jarðar. Maður, guð og menning í hnotskurn hugvísinda. Ritstjórar
Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi Tulinius. Háskólaútgáfan, Reykja-
vík, 1997.
Islensk málsaga og textafrœði. Stofnun Sigurðar Nordals, Reykjavík, 1997.
Learning to Talk about Time and Space. Proceedings from the 3rd NELAS Confer-
ence, Reykjavík, 1994. Ritstjórar Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sven Strömqvist.
Gothenburg Papers in Theoretical Linguistics 80, Gautaborg, 1998.
I bókinni Verb Movement eru fyrirlestrar frá ráðstefnu um sagnfærslu, sem var haldin
við University of Maryland í College Park í Maryland í Bandaríkjunum í október
1991. Þessi ráðstefna fór þannig fram að um hvert efni fjölluðu yfirleitt tveir fyrirles-
arar og flutti annar þá aðalerindið en hinn var með formlegar athugasemdir við það
sem hann hafði undirbúið fyrirfram. Tveir fslendingar eiga greinar í þessu safnriti,
þeir Kjartan G. Ottósson, sem er með formlegar athugasemdir við fyrirlestur Beatrice
Santorini „Some Differences between Icelandic and Yiddish", og Höskuldur Þráins-
son, sem er með formlegar athugasemdir við fyrirlestur Stens Vikner „Finite Verb
Movement in Scandinavian Embedded Clauses". Aðrir höfundar efnis í bókinni eru
David Lightfoot & Norbert Homstein, sem skrifa inngang; Adriana Belletti, Jamal
Ouhalla, Peter Coopmans, Randall Hendrick, Edwin Williams, Ian Roberts, Sabine
Iatridou, Hilda Koopman, Juan Uriagereka, Ken Wexler og Amy Weinberg. Meðal
tungumála sem koma við sögu í þessum greinum, auk íslensku, má nefna ítölsku,
arabísku, jiddísku, dönsku, bretónsku og frönsku, auk ýmiss konar dæma úr barnamáli
(í grein Wexlers).
I bókinni Nordiske studier i leksikografi 3 eru birtir fyrirlestrar frá þriðju norrænu
orðabókarfræðiráðstefnunni, en hún var haldin í Reykjavík í júní 1995. Þetta eru alls
yfir 40 fyrirlestrar svo hér verður látið nægja að geta fyrirlestra eftir íslenska höfunda
eða um íslenskt efni. Það em eftirtaldir: Anna Helga Hannesdóttir: Stýft og hvatt —
beteckningar för öronmárken pá fár och deras lexikografiska relevans; Eiríkur Rögn-
valdsson: A Concordance to Old Icelandic Texts and its Lexicographic Value; Guðrún