Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Blaðsíða 282
280
Ritfregnir
Ingólfsdóttir: A Dictionary of the Icelandic Family Sagas and Semantic Classifica-
tion; Guðrún Kvaran: En historisk ordbog og dens aner; Helgi Haraldsson: Plasshen-
syn i tospráklige ordbpker; Jón Hilmar Jónsson: Npkler til ordforrádet: Om lemma-
funksjon, struktur og informasjonstyper i en ny kombinatorisk ordbok over islandsk;
Kristín Bjarnadóttir: Lexicalization and the Selection of Compounds for a Bilinguai
Icelandic Dictionary Base. Auk þessa má nefna hér tvær greinargerðir um færeyska
orðabókarstarfsemi: Anfmnur Johansen & Jógvan í Lon Jacobsen: Den færpskc mod-
ersmálsordbog — en midtvejsrapport; Petur Zachariassen & Zakaris Hansen: Redi-
geringssystemet i RiSt — udviklet og anvendt i et færpsk ordbogsmiljp. Báðar þess-
ar greinargerðir segja frá vinnu við færeysku orðabókina sem nú er nýkomin út og
vonandi verður nánar sagt frá í næsta hefti Islensks máls.
Þeir sem fást við germanska setningafræði hafa um nokkurt skeið haldið ráðstefn-
ur með reglulegu millibili og úrval úr fyrirlestrum frá þessum ráðstefnum hefur stund-
um verið gefið út. í nóvember 1991 var slfk ráðstefna haldin í Stuttgart í Þýskalandi
og úrval úr fyrirlestrunum var gefið út í bókinni Studies in Comparative Germanic
Syntax. Enginn íslenskur málfræðingur á grein í þeirri bók, en þar er þó fjallað um ís-
lensku í ýmsum greinum, einkum tveim. Þetta eru greinarnar „Structural Case,
Specifier-Head Relations, and the Case of Predicate NPs“ eftir Joan Maling & Rex
Sprouse, og greinin „On Agreement and Nominative Objects in Icelandic“ eftir Tarald
Taraldsen. Aðrir höfundar efnis í þessu safni eru Hubert Haider, Susan Olsen & Sten
Vikner, sem skrifa inngang; Josef Bayer, Giuliana Giusti, Jarich Hoekstra, Teun
Hoekstra, Helen de Hoop & Wim Kostmeijer, Richard Kayne, Gereon Miiller, Ad
Neeleman, Eric Reuland & Tanya Reinhart, Ian Roberts, og Manuela Schönenberger
& Zvi Penner. Auk íslensku er þama m.a. fjallað um þýsku, ensku, hollensku, eldri
nútímaensku (e. Early Modern English) og svissneska þýsku.
I bókinni Studies in Comparative Germanic Syntax II er birt úrval fyrirlestra frá
ráðstefnu um germanska setningafræði sem var haldin við Harvardháskóla í janúar
1994. Þar er m. a. greinin „Functional Categories, Cliticization and Verb Movement in
the Early Germanic Languages“ eftir Þórhall Eyþórsson, en þar er m. a. fjallað um
setningafræðileg atriði í gotnesku og þeirri frumnorrænu sem birtist á rúnaáletrunum.
Nútímaíslenska kemur við sögu í ýmsum greinanna, ekki síst í grein Christers
Platzack „Null Subjects, Weak Agr and Syntactic Differences in Scandinavian“. Aðrir
höfundar efnis í þessari bók eru Höskuldur Þráinsson, Samuel David Epstein & Steve
Peter, sem rita inngang; Cynthia L. Allen, Anna Cardinaletti & Michal Starke, Molly
Diesing, Marcel den Dikken & C. Jan-Wouter Zwart, Paul Kiparsky, Gertjan Postma,
Johan Rooryck, og C. Jan-Wouter Zwart. Meðal tungumála sem fjallað er um, auk ís-
lensku, má nefna eldri miðensku, þýsku, dönsku, hollensku, sænsku, auk þess sem all-
margar þessara greina gefa yfirlit yfir tiltekið fyrirbæri í germönskum málum al-
mennt, jafnvel með samanburði við rómönsk mál.
Allt frá því að Hreinn Benediktsson efndi til fyrstu ráðstefnunnar um norræn og al-
menn málvísindi í Reykjavík árið 1969 hafa ráðstefnur af því tagi verið haldnar reglu-
lega. Sú níunda var haldin við háskólann í Osló í janúar 1995 og úrval úr fyrirlestrum
frá þeirri ráðstefnu er gefið út í bókinni The Nordic Languages and Modern Linguis-