Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Side 283
281
Ritfregnir
tics 9. Tveir Islendingar eiga grein í þessu safnriti, þeir Kjartan G. Ottósson, sem
skrifar greinina „The Study of Nordic Language History since 1969“; og Höskuldur
Þráinsson, sem skrifar greinina „Is Icelandic a Natural Language?" Aðrir höfundar
efnis eru Ulf Teleman, Lars Vik0r, Kjell Ivar Vannebo, Cathrine Fabricius-Hansen,
Tone Elisabeth Grundvig, Even Hovdhaugen, Tuomas Huumo, Kristian Emil
Kristoffersen, Roger Kállström, Svein Lie, Marianne Lind, Janne Lindberg, Carl-Erik
Lundbladh, Helge L0drup, Kirsten Meyer, Eric Papazian, Harry Peridon, Bo Ralph,
Unn Rpyneland, Jan Svennevig, Ola Wennstedt, og Elsie Wijk-Andersson. Greinam-
ar fjalla um mjög margvísleg efni, svo sem gerð málfræðihandbóka, málstefnu, stíl-
fræði, brottfall setningarliða, málfræðisögu, fallafræði, setningafræði Nygaards, kyn í
sænsku, miðstig, orðræðugreiningu, talgervla, orðmyndunarfræði, hjálparsagnir,
nafnliði í rúnaáletrunum, mismunandi málsögu, félagsmálfræði, ákveðni og fleira.
Þeir sem fást við sögulega setningafræði hafa líka efnt til ráðstefna með nokkuð
reglulegu millibili undanfarin ár. Úrval úr fyrirlestrum sem haldnir voru á slíkri ráð-
stefnu í Amsterdam um mánaðamótin mars-aprfl 1994 er birt í bókinni Parameters of
Morphosyntactic Change. Þessi ráðstefna fór þannig fram að auk aðalfyrirlestranna
voru fengnir nokkrir málfræðingar til að gera formlegar athugasemdir og í raun stýra
umræðum um nokkra fyrirlestra í einu. Þetta fyrirkomulag endurspeglast þó ekki
nema að hluta í bókinni þar sem sumir fyrirlestramir em ekki birtir. Að loknum inn-
gangi sem ritstjórarnir skrifa koma greinarnar og þeim er skipt í fjóra kafla eftir efni.
Fyrsti hlutinn nefnist „Aspect, Argument Structure and Case Selection“. Höfundar
greinanna í þeim hluta em Wemer Abraham, Julia Philippi, Paola Benincá & Cecilia
Poletto, og Philip H. Miller, en auk þess er sérstök umfjöllun um kaflann í heild sem
Alessandra Tomaselli skrifar. Annar kaflinn fjallar um aðhengla (e. clitics) og höfund-
ar greinanna í þeim kafla em Nigel Vincent, María Luisa Rivero, og Joseph M. Font-
ana. Þriðji hlutinn heitir „Verb Second and Comp“ og höfundar greinanna í þeim hluta
em David Lightfoot, Alison Henry, Anthony Kroch & Ann Taylor, Ans van Kemena-
de, Laurie Zaring & Paul Hirschbúhler, og Anthony Wamer. Síðasti kaflinn nefnist
svo „Scrambling and Morphological Case“. Þar eru greinar eftir Ian Roberts, Fred
Weerman, og Paul Kiparsky, auk þess sem Höskuldur Þráinsson skrifar nokkurs konar
eftirmála þar sem fjallað er um greinar Roberts, Weermans og Kiparskys í heild. Eins
og geta má nærri er fjallað um efni úr sögulegri setningafræði ýmissa mála í bókinni,
svo sem þýsku, frönsku (fomfrönsku og miðfrönsku). serbó-króatísku, búlgörsku,
fomspænsku, ensku (fomensku, miðensku), Belfastensku, hollensku (miðhollenska
þar með talin) og íslensku.
Bókin Atomism and Binding inniheldur greinar sem eiga rót sína að rekja til ráð-
stefnu um samnefnt efni í Leiden í febrúar 1996. Viðfangsefnið er svipað og í bókinni
Long Distance Anaphora sem Cambridge University Press gaf út árið 1991 og hafði
að geyma fyrirlestra frá ráðstefnu um langdræga afturbeygingu en afmörkunin er önn-
ur og umfjöllunin ekki bundin við langdræg sambönd við undanfara. Langdræg aftur-
beyging kemur þó við sögu, m. a. í grein eftir Eric Reuland & Sigríði Sigurjónsdóttur
sem nefnist „Long Distance ‘Binding’ in Icelandic: Syntax or Discourse?" Aðrir höf-
undar efnis eru Hans Bennis, Pierre Pica & Johan Rooryck, sem skrifa inngang;