Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Qupperneq 284
282
Ritfregnir
Stephen Berman & Arild Hestvik, George Aaron Broadwell, Hamida Demirdache,
Robert Fiengo & Robert May, Zygmunt Frajzyngier, Robert Freidin, Jeffrey S.
Gruber, James Higginbotham, Hajime Hoji, Jan Koster, Howard Lasnik, Seth A.
Minkoff, Gertjan Postma, Ken Safir, og Chris Tancredi. Bókin fjallar ekki bara um
fomöfn, bindingu og skyld efni í ýmsum ólíkum málum heldur er komið að efninu úr
mörgum ólíkum áttum.
Við Boston University er á hverju ári haldin ráðstefna um bamamál og sú 21. var
haldin haustið 1996. Fyrirlestrar frá henni eru birtir í BUCLD 21, sem reyndar er í
tveim bindum. Þar á meðal (í öðm bindi) er ein grein um íslenskt efni, en hún er eftir
Joan Maling og Sigríði Sigurjónsdóttur og nefnist „The „New Passive" in Icelandic".
Enginn vegur er að telja upp aðra höfunda efnis í þessu riti því fyrirlestramir em yfir
sextíu talsins.
í ritinu íslensk frœði ífortíð, nútíð og framtíð eru birt erindi frá afmælismálþingi
Mímis, sem haldið var í Reykjavík í október 1996. Eins og nafnið ber með sér fjalla
erindin um íslensk fræði almennt og ekki bara málfræðileg efni. Um málfræðileg efni
fjalla einkum eftirtaldir: Þórhallur Eyþórsson í greininni „Latína Norðurlanda?“;
Höskuldur Þráinsson í greininni „Um innflutning og útflutning í íslenskri málfræði";
Ari Páll Kristinsson í greininni „Málrækt og málnotkun í fjölmiðlum"; Guðrún
Kvaran í greininni „Orðabókin og íslensk fræði“; Halldór Armann Sigurðsson í grein-
inni „íslenska og almenn málvísindi“; Eiríkur Rögnvaldsson í greininni „Hvers konar
málfræði á að kenna á háskólastigi?“; Margrét Jónsdóttir í greininni „Kennsla í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta: Markmið og leiðir“; Úlfar Bragason í greininni
„fslenskukennsla erlendis“; og Ragnheiður Briem í greininni „Málfræðikennsla á
tölvuöld“.
Nokkmm dögum eftir afmælismálþing Mímis var haldið annað málþing í Reykja-
vík og erindi frá því málþingi eru birt í bókinni Milli himins og jarðar. Þetta var svo-
kallað hugvísindaþing guðfræðideildar og heimspekideildar við Háskóla íslands og
það var líka haldið í október 1996. Greinunum í bókinni er skipt eftir efni og fjallar
fyrsti hluti ritsins um bókmenntir, annar hlutinn um guðfræði, þriðji hlutinn um heim-
speki, fjórði um málfræði og sá fimmti um sagnfræði. f málfræðihlutanum eru grein-
amar „Orðafar íslendinga sagna“ eftir Eirík Rögnvaldsson; „íslensk málfræði Jóns A.
Hjaltalín“ eftir Guðrúnu Kvaran; „Öðmvísi frumlög“ eftir Halldór Armann Sigurðs-
son; „íslenskar mállýskur og færeyska(r)“ eftir Höskuld Þráinsson; „íslensk biblíu-
málshefð" eftir Jón G. Friðjónsson; „Rökliðavarðveisla sagna“ eftir Margréti Jóns-
dóttur; „Wer fremde Sprachen nicht kennt, weiB nichts von seiner eigenen: Um sam-
anburðarrannsóknir í tungumálum“ eftir Oddnýju Sverrisdóttur; „Máltaka og mál-
fræði“ eftir Sigríði Sigurjónsdóttur; og ,,„Að upprennandi sólu“ Stílfræði eða setn-
ingafræði?“ eftir Þórhall Eyþórsson.
í bókinni íslensk málsaga og textafrœði em fyrirlestrar frá samnefndri ráðstefnu
sem Stofnun Sigurðar Nordals efndi til í Reykjavík í september 1996. Eins og geta má
nærri fjalla fyrirlestramir yfirleitt um íslenkt efni. Höfundar eru: Oskar Bandle: Is-
landsk dialektgeografi. Problem og resultat; Britta Olrik Frederiksen: Lidt om dansk
sproghistorie og editionspraksis fpr og nu med sideblik til det norrpne; Guðrún Þór-